Viðskipti innlent

Get ekki samþykkt frumvarp um Icesave

Lilja Mósesdóttir þingmaður Vinstri grænna segist ekki geta samþykkt frumvarp ríkisstjórnarinnar í icesavemálinu. Hún segist hinsvegar styðja ríkisstjórnina en frumvarpið sé einhliða. Lilja var gestur í Silfri Egils á Rúv í dag.

„Þegar viðbrögð Hollendinga og Breta voru kynnt þingflokki Vinstri grænna þá hugsaði ég með mér að ég myndi samþykkja þetta. Mér fannst eins og við gætum ekki komist lengra," sagði Lilja.

Síðan þegar hún sá frumvarp ríkisstjórnarinnar í málinu segist hún ekki geta hugsað sér að samþykkja það. „Þetta er svo einhliða."

Hún sagðist ekki hafa rætt málið við félaga sína í þingflokknum. Aðspurð hvort hún væri með þessu að lýsa vantrausti á ríkisstjórnina sagði Lilja.

„Ég tengi ekki þetta Icesavemál við ríkisstjórnina, það hefur Jóhanna Sigurðardóttir hinsvegar gert. En ég styð þessa ríkisstjórn."





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×