AGS segir afrek hversu hratt tókst að endurreisa bankana 30. október 2009 04:00 Mark Flanagan, verkefnisstjóri hjá AGS. Mynd/GVA Efnahagsmál Það er mikið afrek að tekist hafi að endurfjármagna helstu banka landsins á rúmu ári, að mati Marks Flanagan, yfirmanns sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) gagnvart Íslandi. Þetta kom fram á símafundi sem Flanagan hélt síðdegis í Bandaríkjunum í gær með meðlimum Íslensk-ameríska verslunarráðsins, undir stjórn Ólafs Jóhanns Ólafssonar, formanns ráðsins. Á fundinum kom einnig fram að AGS telur íslensk stjórnvöld vera komin lengra á veg við að draga úr ríkisútgjöldum en gert var ráð fyrir. Hrósaði Flanagan vinnu stjórnvalda við fjárlagagerðina og því samráði sem hefur verið haft við helstu hagsmunahópa landsins. „Það sem gerðist á Íslandi er í raun án fordæma," sagði Flanagan spurður um stöðu landsins í samanburði við önnur verkefni sem hann hefur reynslu af víða um heim. Flanagan benti á að í öðrum löndum, þar sem aðstæður hafa verið svipaðar, hafi tekið 24 til 36 mánuði að koma fjármálakerfinu á svipaðan stað og það er nú á Íslandi. Hann segir að það hafi verið óraunhæf bjartsýni að gera ráð fyrir að endurreisn bankanna gæti gengið hraðar fyrir sig en raunin hefur orðið. Ýmsum verkefnum er þó enn ólokið. Til dæmis endurskoðun á regluverki og eftirliti með fjármálamarkaðinum. Þá sagði Flanagan að Ísland nyti betri vaxtakjara en önnur krísulönd hefðu að meðaltali gert. Vaxtakjör AGS segir hann mun betri en Íslandi bjóðist annars staðar. Sjóðurinn innheimtir eins prósents álag á þann kostnað sem hann ber af lánunum. Á þeim eru fljótandi vextir, en umreiknað í fasta vexti til tólf ára nema þeir 6,57 prósentum. Flanagan segir að Ísland fengi tæplega lán á opnum markaði nema með vöxtum í tveggja stafa tölu. Flanagan sagði á fundinum að sjóðurinn muni ekki blanda sér í umræðuna um stóriðjuframkvæmdir á Íslandi, þær séu innanríkismál. Hitt liggi fyrir að innlend neysla muni ekki standa undir endurreisninni ein og sér. Íslendingar þurfi á beinni erlendri fjárfestingu að halda og muni væntanlega nýta sér það forskot sem landið hefur þegar kemur að orkufrekum verkefnum. Að mati Flanagans er íslenskt bankakerfi of stórt og þarf að minnka á næstu misserum. - jab, jk / sjá síðu 12 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira
Efnahagsmál Það er mikið afrek að tekist hafi að endurfjármagna helstu banka landsins á rúmu ári, að mati Marks Flanagan, yfirmanns sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) gagnvart Íslandi. Þetta kom fram á símafundi sem Flanagan hélt síðdegis í Bandaríkjunum í gær með meðlimum Íslensk-ameríska verslunarráðsins, undir stjórn Ólafs Jóhanns Ólafssonar, formanns ráðsins. Á fundinum kom einnig fram að AGS telur íslensk stjórnvöld vera komin lengra á veg við að draga úr ríkisútgjöldum en gert var ráð fyrir. Hrósaði Flanagan vinnu stjórnvalda við fjárlagagerðina og því samráði sem hefur verið haft við helstu hagsmunahópa landsins. „Það sem gerðist á Íslandi er í raun án fordæma," sagði Flanagan spurður um stöðu landsins í samanburði við önnur verkefni sem hann hefur reynslu af víða um heim. Flanagan benti á að í öðrum löndum, þar sem aðstæður hafa verið svipaðar, hafi tekið 24 til 36 mánuði að koma fjármálakerfinu á svipaðan stað og það er nú á Íslandi. Hann segir að það hafi verið óraunhæf bjartsýni að gera ráð fyrir að endurreisn bankanna gæti gengið hraðar fyrir sig en raunin hefur orðið. Ýmsum verkefnum er þó enn ólokið. Til dæmis endurskoðun á regluverki og eftirliti með fjármálamarkaðinum. Þá sagði Flanagan að Ísland nyti betri vaxtakjara en önnur krísulönd hefðu að meðaltali gert. Vaxtakjör AGS segir hann mun betri en Íslandi bjóðist annars staðar. Sjóðurinn innheimtir eins prósents álag á þann kostnað sem hann ber af lánunum. Á þeim eru fljótandi vextir, en umreiknað í fasta vexti til tólf ára nema þeir 6,57 prósentum. Flanagan segir að Ísland fengi tæplega lán á opnum markaði nema með vöxtum í tveggja stafa tölu. Flanagan sagði á fundinum að sjóðurinn muni ekki blanda sér í umræðuna um stóriðjuframkvæmdir á Íslandi, þær séu innanríkismál. Hitt liggi fyrir að innlend neysla muni ekki standa undir endurreisninni ein og sér. Íslendingar þurfi á beinni erlendri fjárfestingu að halda og muni væntanlega nýta sér það forskot sem landið hefur þegar kemur að orkufrekum verkefnum. Að mati Flanagans er íslenskt bankakerfi of stórt og þarf að minnka á næstu misserum. - jab, jk / sjá síðu 12
Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira