Erlent

Leikskóli sprengdur í tætlur í Bagdad

Óli Tynes skrifar
Blóðvöllurinn í Bagdad.
Blóðvöllurinn í Bagdad. Mynd/AP

Tuttugu og átta smábörn létu lífið í sprengjuárásunum í Bagdad á sunnudag. Samtök tengd al-Kaida hafa lýst ódæðinu á hendur sér.

Að minnsta kosti 155 manns létu lífið. Rannsókn á árásinni hefur leitt í ljós að tuttugu og átta leikskólabörn voru meðal þeirra sem fórust. Þau voru í leikskóla í grennd við dómsmálaráðuneytið.

Tuttugu og fjögur þeirra voru um borð í rútu sem var að keyra þau burt frá skólanum. Fjögur til viðbótar voru inni í skólanum sjálfum.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×