Bangsar fá svínaflensusprautu á laugardaginn Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. október 2009 21:08 Allir bangsar eru velkomnir á Bangsaspítalann. Öll börn geta komið með bangsana sína á Bangsaspítala Lýðheilsufélags læknanema næsta laugardag. Bangsaspítalinn verður á Hilton Reykjavík Nordica en þar verður jafnframt fagnað 100 ára afmæli Læknafélags Reykjavíkur. „Við vorum að fá til landsins 10.000 skammta af bangsabóluefni gegn svínaflensu. Allir bangsar sem koma á Bangsaspítalann fá sprautu gegn flensunni!," segir Hrafnkell Stefánsson, yfirlæknir á Bangsaspítalanum. Hrafnkell segir að ætlast sé til að börnin verði búin að ákveða sjúkdóm eða veikindi sem hrjá bangsan áður en þau mæta á Bangsaspítalann. Lang oftast sé um að ræða eitthvað sem börnin hafi kynnst sjálf eins og eyrnabólga eða ælupest eða eitthvað sem nákominn ættingi hafi verið með. Hrafnkell segir að þegar börnin og bangsarnir komi á Bangsaspítalann taki svo Bangsalæknir á móti þeim. Hann spjalli við barnið, sem sé þá í hlutverki foreldris, um veikindi bangsans. „Við verðum með bangsaröntgentæki á staðnum og bangsinn fer í það ef okkur grunar að hann sé brotinn. Síðan fær hann viðeigandi meðferð, yfirleitt sáraumbúðir, plástra og góð ráð frá Bangsalækninum," segir Hrafnkell. Að sögn Hrafnkels er tilgangurinn með bangsaspítalanum að kynna lækna og heilbrigðisstofnanir fyrir börnum í gegnum leik og leggja þannig grunn að jákvæðu viðhorfi og trausti gagnvart læknum og öðru heilbrigðisstarfsfólki. Ekki skipti minna máli að með þessu gefist læknanemum tækifæri til að þjálfa sig í samskiptum við börn og kynnast barnalæknisfræði. Mest lesið Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Sjá meira
Öll börn geta komið með bangsana sína á Bangsaspítala Lýðheilsufélags læknanema næsta laugardag. Bangsaspítalinn verður á Hilton Reykjavík Nordica en þar verður jafnframt fagnað 100 ára afmæli Læknafélags Reykjavíkur. „Við vorum að fá til landsins 10.000 skammta af bangsabóluefni gegn svínaflensu. Allir bangsar sem koma á Bangsaspítalann fá sprautu gegn flensunni!," segir Hrafnkell Stefánsson, yfirlæknir á Bangsaspítalanum. Hrafnkell segir að ætlast sé til að börnin verði búin að ákveða sjúkdóm eða veikindi sem hrjá bangsan áður en þau mæta á Bangsaspítalann. Lang oftast sé um að ræða eitthvað sem börnin hafi kynnst sjálf eins og eyrnabólga eða ælupest eða eitthvað sem nákominn ættingi hafi verið með. Hrafnkell segir að þegar börnin og bangsarnir komi á Bangsaspítalann taki svo Bangsalæknir á móti þeim. Hann spjalli við barnið, sem sé þá í hlutverki foreldris, um veikindi bangsans. „Við verðum með bangsaröntgentæki á staðnum og bangsinn fer í það ef okkur grunar að hann sé brotinn. Síðan fær hann viðeigandi meðferð, yfirleitt sáraumbúðir, plástra og góð ráð frá Bangsalækninum," segir Hrafnkell. Að sögn Hrafnkels er tilgangurinn með bangsaspítalanum að kynna lækna og heilbrigðisstofnanir fyrir börnum í gegnum leik og leggja þannig grunn að jákvæðu viðhorfi og trausti gagnvart læknum og öðru heilbrigðisstarfsfólki. Ekki skipti minna máli að með þessu gefist læknanemum tækifæri til að þjálfa sig í samskiptum við börn og kynnast barnalæknisfræði.
Mest lesið Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Sjá meira