EES-samningurinn í hættu falli Icesave 7. október 2009 06:00 Eiríkur Bergmann Náist ekki niðurstaða í Icesave-málinu er hætta á að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) verði sagt upp, að mati sérfræðinga í Evrópumálum. Ísland uppfyllir ekki skilyrði EES-samningsins, og hefur ekki gert frá því neyðarlögin heftu frjálst flæði fjármagns frá landinu, segir Eiríkur Bergmann, dósent og forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst. Evrópusambandið (ESB) ætti með réttu að vera búið að krefjast úrbóta, en hefur ekki gert vegna umsóknar Íslands um aðild að sambandinu, segir Eiríkur. Dragi Ísland umsókn sína til baka, án þess að vera þá búið að samþykkja Icesave muni framkvæmdastjórn ESB að öðru óbreyttu ekki eiga aðra úrkosti en að segja upp EES-samningnum. „Ísland hefur tvær mögulegar leiðir. Annars vegar að samþykkja Icesave, taka að fullu þátt í alþjóðlegu samstarfi, og njóta stuðnings sem í því felst á frjálsum markaði. Hins vegar getum við dregið okkur út úr hinum alþjóðlega fjármagnsmarkaði, hætt við Icesave og haldið gjaldeyrishöftunum. Ég legg ekki mat á hvor leiðin er vænlegri,“ segir Eiríkur. Kristján Vigfússon, aðjúnkt og forstöðumaður Evrópufræða við Háskólann í Reykjavík, segir erfitt að spá fyrir um hvað gerist í alþjóðastjórnmálum um þessar mundir, en ljóst sé að framkvæmdastjórn ESB hafi áhyggjur af gjaldeyrishöftum hér á landi. Það megi meðal annars sjá á spurningum sambandsins til íslenskra stjórnvalda vegna aðildarviðræðna Íslands að ESB. Alþjóðakerfið er óútreiknanlegt, og ekki er hægt að útiloka að náist ekki samkomulag um Icesave geti það leitt af sér uppsögn EES-samningsins, segir Kristján. Hann segist þó varla trúa því að til þess muni koma, enda hafi tekist að halda samningnum utan við þær milliríkjadeilur sem íslensk stjórnvöld standi nú í. Komi til uppsagnar yrði það varla fyrr en að yfirstöðnu kæruferli hjá Eftirlitsstofnun EFTA, segir Kristján. Slíkt mál yrði væntanlega forgangsmál hjá stofnuninni, og myndi líklega taka einhverja mánuði í vinnslu. „Það er ekki hægt að útiloka að EES-samningurinn sé í hættu, en í mínum huga eru töluvert miklar líkur á að ef við göngum ekki frá Icesave verður aðildarumsókn okkar [að ESB], sem við vorum að vonast til að færi fyrir leiðtogaráð ESB í desember, varla tekin fyrir á þeim fundi,“ segir Kristján.brjann@frettabladid.is Kristján Vigfússon Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira
Náist ekki niðurstaða í Icesave-málinu er hætta á að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) verði sagt upp, að mati sérfræðinga í Evrópumálum. Ísland uppfyllir ekki skilyrði EES-samningsins, og hefur ekki gert frá því neyðarlögin heftu frjálst flæði fjármagns frá landinu, segir Eiríkur Bergmann, dósent og forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst. Evrópusambandið (ESB) ætti með réttu að vera búið að krefjast úrbóta, en hefur ekki gert vegna umsóknar Íslands um aðild að sambandinu, segir Eiríkur. Dragi Ísland umsókn sína til baka, án þess að vera þá búið að samþykkja Icesave muni framkvæmdastjórn ESB að öðru óbreyttu ekki eiga aðra úrkosti en að segja upp EES-samningnum. „Ísland hefur tvær mögulegar leiðir. Annars vegar að samþykkja Icesave, taka að fullu þátt í alþjóðlegu samstarfi, og njóta stuðnings sem í því felst á frjálsum markaði. Hins vegar getum við dregið okkur út úr hinum alþjóðlega fjármagnsmarkaði, hætt við Icesave og haldið gjaldeyrishöftunum. Ég legg ekki mat á hvor leiðin er vænlegri,“ segir Eiríkur. Kristján Vigfússon, aðjúnkt og forstöðumaður Evrópufræða við Háskólann í Reykjavík, segir erfitt að spá fyrir um hvað gerist í alþjóðastjórnmálum um þessar mundir, en ljóst sé að framkvæmdastjórn ESB hafi áhyggjur af gjaldeyrishöftum hér á landi. Það megi meðal annars sjá á spurningum sambandsins til íslenskra stjórnvalda vegna aðildarviðræðna Íslands að ESB. Alþjóðakerfið er óútreiknanlegt, og ekki er hægt að útiloka að náist ekki samkomulag um Icesave geti það leitt af sér uppsögn EES-samningsins, segir Kristján. Hann segist þó varla trúa því að til þess muni koma, enda hafi tekist að halda samningnum utan við þær milliríkjadeilur sem íslensk stjórnvöld standi nú í. Komi til uppsagnar yrði það varla fyrr en að yfirstöðnu kæruferli hjá Eftirlitsstofnun EFTA, segir Kristján. Slíkt mál yrði væntanlega forgangsmál hjá stofnuninni, og myndi líklega taka einhverja mánuði í vinnslu. „Það er ekki hægt að útiloka að EES-samningurinn sé í hættu, en í mínum huga eru töluvert miklar líkur á að ef við göngum ekki frá Icesave verður aðildarumsókn okkar [að ESB], sem við vorum að vonast til að færi fyrir leiðtogaráð ESB í desember, varla tekin fyrir á þeim fundi,“ segir Kristján.brjann@frettabladid.is Kristján Vigfússon
Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira