EES-samningurinn í hættu falli Icesave 7. október 2009 06:00 Eiríkur Bergmann Náist ekki niðurstaða í Icesave-málinu er hætta á að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) verði sagt upp, að mati sérfræðinga í Evrópumálum. Ísland uppfyllir ekki skilyrði EES-samningsins, og hefur ekki gert frá því neyðarlögin heftu frjálst flæði fjármagns frá landinu, segir Eiríkur Bergmann, dósent og forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst. Evrópusambandið (ESB) ætti með réttu að vera búið að krefjast úrbóta, en hefur ekki gert vegna umsóknar Íslands um aðild að sambandinu, segir Eiríkur. Dragi Ísland umsókn sína til baka, án þess að vera þá búið að samþykkja Icesave muni framkvæmdastjórn ESB að öðru óbreyttu ekki eiga aðra úrkosti en að segja upp EES-samningnum. „Ísland hefur tvær mögulegar leiðir. Annars vegar að samþykkja Icesave, taka að fullu þátt í alþjóðlegu samstarfi, og njóta stuðnings sem í því felst á frjálsum markaði. Hins vegar getum við dregið okkur út úr hinum alþjóðlega fjármagnsmarkaði, hætt við Icesave og haldið gjaldeyrishöftunum. Ég legg ekki mat á hvor leiðin er vænlegri,“ segir Eiríkur. Kristján Vigfússon, aðjúnkt og forstöðumaður Evrópufræða við Háskólann í Reykjavík, segir erfitt að spá fyrir um hvað gerist í alþjóðastjórnmálum um þessar mundir, en ljóst sé að framkvæmdastjórn ESB hafi áhyggjur af gjaldeyrishöftum hér á landi. Það megi meðal annars sjá á spurningum sambandsins til íslenskra stjórnvalda vegna aðildarviðræðna Íslands að ESB. Alþjóðakerfið er óútreiknanlegt, og ekki er hægt að útiloka að náist ekki samkomulag um Icesave geti það leitt af sér uppsögn EES-samningsins, segir Kristján. Hann segist þó varla trúa því að til þess muni koma, enda hafi tekist að halda samningnum utan við þær milliríkjadeilur sem íslensk stjórnvöld standi nú í. Komi til uppsagnar yrði það varla fyrr en að yfirstöðnu kæruferli hjá Eftirlitsstofnun EFTA, segir Kristján. Slíkt mál yrði væntanlega forgangsmál hjá stofnuninni, og myndi líklega taka einhverja mánuði í vinnslu. „Það er ekki hægt að útiloka að EES-samningurinn sé í hættu, en í mínum huga eru töluvert miklar líkur á að ef við göngum ekki frá Icesave verður aðildarumsókn okkar [að ESB], sem við vorum að vonast til að færi fyrir leiðtogaráð ESB í desember, varla tekin fyrir á þeim fundi,“ segir Kristján.brjann@frettabladid.is Kristján Vigfússon Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira
Náist ekki niðurstaða í Icesave-málinu er hætta á að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) verði sagt upp, að mati sérfræðinga í Evrópumálum. Ísland uppfyllir ekki skilyrði EES-samningsins, og hefur ekki gert frá því neyðarlögin heftu frjálst flæði fjármagns frá landinu, segir Eiríkur Bergmann, dósent og forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst. Evrópusambandið (ESB) ætti með réttu að vera búið að krefjast úrbóta, en hefur ekki gert vegna umsóknar Íslands um aðild að sambandinu, segir Eiríkur. Dragi Ísland umsókn sína til baka, án þess að vera þá búið að samþykkja Icesave muni framkvæmdastjórn ESB að öðru óbreyttu ekki eiga aðra úrkosti en að segja upp EES-samningnum. „Ísland hefur tvær mögulegar leiðir. Annars vegar að samþykkja Icesave, taka að fullu þátt í alþjóðlegu samstarfi, og njóta stuðnings sem í því felst á frjálsum markaði. Hins vegar getum við dregið okkur út úr hinum alþjóðlega fjármagnsmarkaði, hætt við Icesave og haldið gjaldeyrishöftunum. Ég legg ekki mat á hvor leiðin er vænlegri,“ segir Eiríkur. Kristján Vigfússon, aðjúnkt og forstöðumaður Evrópufræða við Háskólann í Reykjavík, segir erfitt að spá fyrir um hvað gerist í alþjóðastjórnmálum um þessar mundir, en ljóst sé að framkvæmdastjórn ESB hafi áhyggjur af gjaldeyrishöftum hér á landi. Það megi meðal annars sjá á spurningum sambandsins til íslenskra stjórnvalda vegna aðildarviðræðna Íslands að ESB. Alþjóðakerfið er óútreiknanlegt, og ekki er hægt að útiloka að náist ekki samkomulag um Icesave geti það leitt af sér uppsögn EES-samningsins, segir Kristján. Hann segist þó varla trúa því að til þess muni koma, enda hafi tekist að halda samningnum utan við þær milliríkjadeilur sem íslensk stjórnvöld standi nú í. Komi til uppsagnar yrði það varla fyrr en að yfirstöðnu kæruferli hjá Eftirlitsstofnun EFTA, segir Kristján. Slíkt mál yrði væntanlega forgangsmál hjá stofnuninni, og myndi líklega taka einhverja mánuði í vinnslu. „Það er ekki hægt að útiloka að EES-samningurinn sé í hættu, en í mínum huga eru töluvert miklar líkur á að ef við göngum ekki frá Icesave verður aðildarumsókn okkar [að ESB], sem við vorum að vonast til að færi fyrir leiðtogaráð ESB í desember, varla tekin fyrir á þeim fundi,“ segir Kristján.brjann@frettabladid.is Kristján Vigfússon
Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira