Innlent

Hraðamyndavélar settar upp á milli Hveragerðis og Selfoss

Hringvegur við afleggjara að Kirkjuferjuhjáleigu. Mynd/Vegagerðin
Hringvegur við afleggjara að Kirkjuferjuhjáleigu. Mynd/Vegagerðin
Á fimmtudaginn verða tvær hraðamyndavélar á Hringvegi milli Hveragerðis og Selfoss teknar í notkun. Jafnframt hefur verið bætt við nýrri hraðamyndavél í Hvalfjarðargöngum sem verður gangsett á sama tíma.

Fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni að uppsetning vélanna sé liður í umferðaröryggisáætlun stjórnvalda og tilgangurinn með vélunum sé að draga úr ökuhraða á þjóðvegum og fækka umferðarslysum.

Um er að ræða stafræna myndatöku þar sem upplýsingar um hraðabrot eru sendar samstundis til lögreglunnar. Ekki er tekin mynd nema um brot sé að ræða.

Samgönguráðuneytið, Ríkislögreglustjóri, Umferðarstofa og Vegagerðin vinna að uppsetningu hraðamyndavélanna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×