Seðlabanki Íslands heldur þversögninni áfram 28. september 2009 06:00 Valdimar Ármann skrifar um stýrivexti Seðlabanki Íslands er samur við sig og heldur áfram hávaxtastefnu sinni og þversögnum. Engin viðleitni er sýnd til að koma Íslandi í gang aftur eða skilja önnur sjónarmið. Margir hafa stigið fram og rökstutt það að lægri vextir myndu auka trúverðugleika Íslands, losa um innlent fjármagn sem mun leita í arðbær verkefni og að lokum þess vegna styðja við gengi krónunnar.Tvenns konar stýrivextirStýrivöxtum var haldið óbreyttum í 12% og innlánsvöxtum í 9,5%. Seðlabankastjóri reyndi að rökstyðja að í rauninni væru stýrivextir ekki 12% heldur 9,5% sem eru innlánsvextir innlánsstofnana hjá Seðlabankanum. Rökin fyrir því að færa ekki stýrivexti einfaldlega niður í 9,5% voru þau að þá myndu aðilar (og þá sérstaklega erlendir aðilar) telja að Seðlabankinn væri að veita peningalegan slaka. Það lítur því út fyrir að Seðlabanki Íslands sé með tvenns konar stýrivexti, 9,5% sem íslenskir aðilar eiga að horfa á og 12% sem erlendir aðilar (les. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn) eiga að horfa á. Þetta er miður trúverðugt og í rauninni frekar hjákátlegt og stórlega vegið að sjálfstæði Seðlabankans með þessu. Enn hærri vextir í boðiAthygli hefur vakið og oft verið minnst á, að íslensku bankarnir eru „stútfullir“ af peningum; þeir eru með um 1.880 ma í innlánum og af því eru um 10% í innlánum hjá Seðlabankanum. Nú ætlar Seðlabankinn að gefa út innstæðubréf til að draga úr lausu fé í umferð. Bréfin eru gefin út til 28 daga og mega innlánsstofnanir bjóða 9,5% til 10% vexti í 15-25 ma í hverri viku (s.s. 60-100 ma í mánuði). Skilaboðin eru því þau að frekar en að hvetja bankana til að lána þessa peninga út í hagkerfið til fyrirtækja eða almennings til að koma hjólum efnahagslífsins í gang þá er bönkunum boðið uppá enn hærri vexti en áður, einmitt með það að markmiði að koma í veg fyrir útlán banka. Er líklegt að bankarnir hækki innlánsvexti sína þar sem þeir geta fengið svo háa vexti hjá Seðlabankanum? Nei, það er ólíklegt – þar sem þeir þurfa að hækka vexti á 1.880 ma en fá hærri vexti á einungis 60-100 ma þá stinga þeir vaxtamuninum frekar í vasann í boði skattgreiðenda. „Óþolinmóðu“ fjármagni mútaðRökin fyrir háum vöxtum eru enn á þá leið að styðja þurfi við gengi krónunnar þrátt fyrir gjaldeyrishöft. Seðlabanki Íslands telur að mikið af „óþolinmóðu“ fjármagni sé enn á Íslandi sem muni leita í erlendan gjaldeyri við fyrsta (löglega eða ólöglega) tækifæri. Því þurfi að borga (sumir segja verðlauna eða múta) þessum fjármagnseigendum fyrir að vera í íslenskum krónum. Seðlabankinn er ekki að átta sig á því að með því að borga háa vexti á þessar fjárhæðir er í raun verið að stækka hratt „óþolinmóða“ fjármagnið. Er líklegt að þessir „óþolinmóðu“ aðilar sjái að sér eftir 1-2 ár þegar reynt verður að losa gjaldeyrishöftin og hætti þá við að skipta í erlendan gjaldeyri? Nei, það er ólíklegt – en eftir 1-2 ár er búið að stækka „óþolinmóða“ fjármagnið um 8-20% með himinháum vaxtagreiðslum í boði íslenskra skattgreiðenda. Nýr Seðlabankastjóri virðist ekki ætla að nota gullið tækifæri til að endurskoða peningastefnuna frá grunni. Er það miður.Höfundur er hagfræðingur hjá GAM Management hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Valdimar Ármann skrifar um stýrivexti Seðlabanki Íslands er samur við sig og heldur áfram hávaxtastefnu sinni og þversögnum. Engin viðleitni er sýnd til að koma Íslandi í gang aftur eða skilja önnur sjónarmið. Margir hafa stigið fram og rökstutt það að lægri vextir myndu auka trúverðugleika Íslands, losa um innlent fjármagn sem mun leita í arðbær verkefni og að lokum þess vegna styðja við gengi krónunnar.Tvenns konar stýrivextirStýrivöxtum var haldið óbreyttum í 12% og innlánsvöxtum í 9,5%. Seðlabankastjóri reyndi að rökstyðja að í rauninni væru stýrivextir ekki 12% heldur 9,5% sem eru innlánsvextir innlánsstofnana hjá Seðlabankanum. Rökin fyrir því að færa ekki stýrivexti einfaldlega niður í 9,5% voru þau að þá myndu aðilar (og þá sérstaklega erlendir aðilar) telja að Seðlabankinn væri að veita peningalegan slaka. Það lítur því út fyrir að Seðlabanki Íslands sé með tvenns konar stýrivexti, 9,5% sem íslenskir aðilar eiga að horfa á og 12% sem erlendir aðilar (les. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn) eiga að horfa á. Þetta er miður trúverðugt og í rauninni frekar hjákátlegt og stórlega vegið að sjálfstæði Seðlabankans með þessu. Enn hærri vextir í boðiAthygli hefur vakið og oft verið minnst á, að íslensku bankarnir eru „stútfullir“ af peningum; þeir eru með um 1.880 ma í innlánum og af því eru um 10% í innlánum hjá Seðlabankanum. Nú ætlar Seðlabankinn að gefa út innstæðubréf til að draga úr lausu fé í umferð. Bréfin eru gefin út til 28 daga og mega innlánsstofnanir bjóða 9,5% til 10% vexti í 15-25 ma í hverri viku (s.s. 60-100 ma í mánuði). Skilaboðin eru því þau að frekar en að hvetja bankana til að lána þessa peninga út í hagkerfið til fyrirtækja eða almennings til að koma hjólum efnahagslífsins í gang þá er bönkunum boðið uppá enn hærri vexti en áður, einmitt með það að markmiði að koma í veg fyrir útlán banka. Er líklegt að bankarnir hækki innlánsvexti sína þar sem þeir geta fengið svo háa vexti hjá Seðlabankanum? Nei, það er ólíklegt – þar sem þeir þurfa að hækka vexti á 1.880 ma en fá hærri vexti á einungis 60-100 ma þá stinga þeir vaxtamuninum frekar í vasann í boði skattgreiðenda. „Óþolinmóðu“ fjármagni mútaðRökin fyrir háum vöxtum eru enn á þá leið að styðja þurfi við gengi krónunnar þrátt fyrir gjaldeyrishöft. Seðlabanki Íslands telur að mikið af „óþolinmóðu“ fjármagni sé enn á Íslandi sem muni leita í erlendan gjaldeyri við fyrsta (löglega eða ólöglega) tækifæri. Því þurfi að borga (sumir segja verðlauna eða múta) þessum fjármagnseigendum fyrir að vera í íslenskum krónum. Seðlabankinn er ekki að átta sig á því að með því að borga háa vexti á þessar fjárhæðir er í raun verið að stækka hratt „óþolinmóða“ fjármagnið. Er líklegt að þessir „óþolinmóðu“ aðilar sjái að sér eftir 1-2 ár þegar reynt verður að losa gjaldeyrishöftin og hætti þá við að skipta í erlendan gjaldeyri? Nei, það er ólíklegt – en eftir 1-2 ár er búið að stækka „óþolinmóða“ fjármagnið um 8-20% með himinháum vaxtagreiðslum í boði íslenskra skattgreiðenda. Nýr Seðlabankastjóri virðist ekki ætla að nota gullið tækifæri til að endurskoða peningastefnuna frá grunni. Er það miður.Höfundur er hagfræðingur hjá GAM Management hf.
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar