Viðskipti innlent

Fyrirtaka í greiðslustöðvun flugrisa

Pálmi Haraldsson.
Pálmi Haraldsson.

Eignarhaldsfélagið Northern Travel Holdings hefur óskað eftir greiðslustöðvun í Héraðsdómi Reykjavíkur en fyrirtaka fer fram í málinu í dag. Félagið var aðallega í eigu Fons hf.

Félagið var stofnað árið 2007 og rak flugfélög eins og Iceland Express sem og breska flugfélagið Astreus.

Félagið varð þó frægast fyrir að eiga danska flugfélagið Sterling. Allar þessar eignir voru seldar út úr félaginu áður en það fór í þrot og lítið eftir annað en skuldir eftir í því.

Salan á Icelandic Express er hinsvegar til skoðunar hjá skiptastjóra þrotabús Fons sem var í eigu Pálma Haraldssonar.

Það er stjórn félagsins sem óskaði eftir greiðslustöðvuninni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×