Umfjöllun: Ísland vann 3-1 sigur á Georgíu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. september 2009 18:30 Garðar Jóhannsson átti fínan leik fyrir íslenska liðið í kvöld. Mynd/Anton Ísland vann í kvöld 3-1 sigur á Georgíu í vináttulandsleik sem fram fór á Laugardalsvellinum. Garðar Jóhannsson, Ólafur Ingi Skúlason og Veigar Páll Gunnarsson skoruðu mörk Íslands í leiknum en þeir tveir fyrstnefndu opnuðu þar með markareikniginn sinn með landsliðinu. Mark Veigars kom úr víti. Íslenska liðið byrjaði ljómandi vel í leiknum og uppskar nokkur fín færi og tvö góð mörk. Það fyrra skoraði Garðar Jóhannsson með skalla eftir fyrirgjöf Grétars Rafns en markið var nánast afrit af því sem Eiður Smári Guðjohnsen skoraði gegn Noregi um helgina. Aðeins þremur mínútum síðar var komið að Ólafi Inga Skúlasyni sem skoraði með góðu skoti úr vítateignum eftir einkar laglegan undirbúning Veigars Páls. Hann lagði boltann hárfínt fyrir fætur Ólafs. Þetta voru fyrstu mörk þeirra félaga með íslenska landsliðinu og fögnuðu þeir þeim vel og innilega. Ólafur Ingi fékk svo gott færi stuttu síðar til að bæta við öðru marki sínu en hann skallaði yfir þegar hann stóð einn fyrir opnu marki. En eftir um 25 mínútna leik virtist leikur íslenska liðsins hrynja. Það léttleikandi og einfalda spil sem hafði einkennt leikinn var fyrir bí og gestirnir frá Georgíu komu sér betur inn í leikinn. Þeir minnkuðu svo muninn á 33. mínútu. Það kom fyrirgjöf frá vinstri kantinum sem Kristján Örn Sigurðsson hefði átt að hreinsa frá marki en hann hitti boltann illa. Það var svo Vladimir Dvalishvili sem náði til knattarins og skoraði með fínu skoti úr teignum. Skömmu eftir þetta sköpuðu svo Georgíumenn tvívegis hættu við íslenska markið en sem betur fer tókst þeim ekki að jafna. Ísland varð svo fyrir öðru áfalli á 36. mínútu þegar að Grétar Rafn Steinsson þurfti að fara meiddur af velli. Hann hafði verið mjög sprækur í leiknum og verið virkur í sóknarleik íslenska liðsins. Þó gerðist ekki meira markvert í fyrri hálfleik og var allt annað að sjá til íslenska liðsins í upphafi þess síðari. Liðið fór að spila betur á nýjan leik og áttu nokkrar fínar marktilraunir. Á 54. mínútu dró svo til tíðinda þegar að varnarmaður Georgíu handlék knöttinn eftir skot Stefáns Gíslasonar. Veigar Páll skoraði af öryggi úr vítinu. Eftir þetta hafði Ísland góða stjórn á leiknum og lítið gekk hjá gestunum. Íslensku leikmennirnir hefðu jafnvel getað skorað fleiri mörk en varamaðurinn Pálmi Rafn átti ágæt skot að marki sem markvörður Georgíu varði. Sami markvörður varði svo ótrúlega frá Ólafi Inga aðeins mínútu síðar. Ólafur og Garðar sundurléku vörn gestanna og Ólafur þurfti bara að þruma knettinum í netið en markvörðurinn náði að bjarga skoti hans í horn. Það var svo í uppbótartíma að Pálmi Rafn átti annað skot að marki sem var varið en í þetta sinn náði Kristján Örn að fylgja því eftir. Hann skaut hins vegar í stöngina. Þetta reyndist síðasta færið í leiknum og Ísland fagnaði góðum 3-1 sigri á annars arfaslöku liði Georgíu.Ísland - Georgía 3-1 1-0 Garðar Jóhannsson (13.) 2-0 Ólafur Ingi Skúlason (17.) 2-1 Vladimir Dvalishvili (33.) 3-1 Veigar Páll Gunnarsson, víti (55.) Laugardalsvöllur. Áhorfendur: 4726 Dómari: Matteo Treffoloni (7)Skot (á mark): 13-5 (9-2)Varin skot: Gunnleifur 1 - Mamaladze 5.Horn: 6-2Aukaspyrnur fengnar: 8-17Rangstöður: 1-4 Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins og má lesa lýsinguna hér: Ísland - Georgía. Tengdar fréttir Grétar Rafn: Auðvelt að hitta á svona stóran haus Grétar Rafn Steinsson fór meiddur af velli í fyrri hálfleik gegn Georgíu en hann fann þá verk í hnénu. Fram að því hafði Grétar leikið fantavel og lagði upp fyrsta mark leiksins með glæsilegri fyrirgjöf. 9. september 2009 22:06 Ólafur: Hefði gjarnan viljað fá þessi mörk á laugardaginn Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari var ánægður með sína menn eftir 3-1 sigur íslenska landsliðsins á Georgíu í kvöld. 9. september 2009 22:24 Gunnleifur: Vorum miklu betra liðið Gunnleifur Gunnleifsson hafði ekki mikið að gera í marki Íslands í kvöld þegar liðið vann 3-1 sigur á Georgíu í æfingaleik á Laugardalsvelli. 9. september 2009 22:10 Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Sport Fleiri fréttir Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Sjá meira
Ísland vann í kvöld 3-1 sigur á Georgíu í vináttulandsleik sem fram fór á Laugardalsvellinum. Garðar Jóhannsson, Ólafur Ingi Skúlason og Veigar Páll Gunnarsson skoruðu mörk Íslands í leiknum en þeir tveir fyrstnefndu opnuðu þar með markareikniginn sinn með landsliðinu. Mark Veigars kom úr víti. Íslenska liðið byrjaði ljómandi vel í leiknum og uppskar nokkur fín færi og tvö góð mörk. Það fyrra skoraði Garðar Jóhannsson með skalla eftir fyrirgjöf Grétars Rafns en markið var nánast afrit af því sem Eiður Smári Guðjohnsen skoraði gegn Noregi um helgina. Aðeins þremur mínútum síðar var komið að Ólafi Inga Skúlasyni sem skoraði með góðu skoti úr vítateignum eftir einkar laglegan undirbúning Veigars Páls. Hann lagði boltann hárfínt fyrir fætur Ólafs. Þetta voru fyrstu mörk þeirra félaga með íslenska landsliðinu og fögnuðu þeir þeim vel og innilega. Ólafur Ingi fékk svo gott færi stuttu síðar til að bæta við öðru marki sínu en hann skallaði yfir þegar hann stóð einn fyrir opnu marki. En eftir um 25 mínútna leik virtist leikur íslenska liðsins hrynja. Það léttleikandi og einfalda spil sem hafði einkennt leikinn var fyrir bí og gestirnir frá Georgíu komu sér betur inn í leikinn. Þeir minnkuðu svo muninn á 33. mínútu. Það kom fyrirgjöf frá vinstri kantinum sem Kristján Örn Sigurðsson hefði átt að hreinsa frá marki en hann hitti boltann illa. Það var svo Vladimir Dvalishvili sem náði til knattarins og skoraði með fínu skoti úr teignum. Skömmu eftir þetta sköpuðu svo Georgíumenn tvívegis hættu við íslenska markið en sem betur fer tókst þeim ekki að jafna. Ísland varð svo fyrir öðru áfalli á 36. mínútu þegar að Grétar Rafn Steinsson þurfti að fara meiddur af velli. Hann hafði verið mjög sprækur í leiknum og verið virkur í sóknarleik íslenska liðsins. Þó gerðist ekki meira markvert í fyrri hálfleik og var allt annað að sjá til íslenska liðsins í upphafi þess síðari. Liðið fór að spila betur á nýjan leik og áttu nokkrar fínar marktilraunir. Á 54. mínútu dró svo til tíðinda þegar að varnarmaður Georgíu handlék knöttinn eftir skot Stefáns Gíslasonar. Veigar Páll skoraði af öryggi úr vítinu. Eftir þetta hafði Ísland góða stjórn á leiknum og lítið gekk hjá gestunum. Íslensku leikmennirnir hefðu jafnvel getað skorað fleiri mörk en varamaðurinn Pálmi Rafn átti ágæt skot að marki sem markvörður Georgíu varði. Sami markvörður varði svo ótrúlega frá Ólafi Inga aðeins mínútu síðar. Ólafur og Garðar sundurléku vörn gestanna og Ólafur þurfti bara að þruma knettinum í netið en markvörðurinn náði að bjarga skoti hans í horn. Það var svo í uppbótartíma að Pálmi Rafn átti annað skot að marki sem var varið en í þetta sinn náði Kristján Örn að fylgja því eftir. Hann skaut hins vegar í stöngina. Þetta reyndist síðasta færið í leiknum og Ísland fagnaði góðum 3-1 sigri á annars arfaslöku liði Georgíu.Ísland - Georgía 3-1 1-0 Garðar Jóhannsson (13.) 2-0 Ólafur Ingi Skúlason (17.) 2-1 Vladimir Dvalishvili (33.) 3-1 Veigar Páll Gunnarsson, víti (55.) Laugardalsvöllur. Áhorfendur: 4726 Dómari: Matteo Treffoloni (7)Skot (á mark): 13-5 (9-2)Varin skot: Gunnleifur 1 - Mamaladze 5.Horn: 6-2Aukaspyrnur fengnar: 8-17Rangstöður: 1-4 Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins og má lesa lýsinguna hér: Ísland - Georgía.
Tengdar fréttir Grétar Rafn: Auðvelt að hitta á svona stóran haus Grétar Rafn Steinsson fór meiddur af velli í fyrri hálfleik gegn Georgíu en hann fann þá verk í hnénu. Fram að því hafði Grétar leikið fantavel og lagði upp fyrsta mark leiksins með glæsilegri fyrirgjöf. 9. september 2009 22:06 Ólafur: Hefði gjarnan viljað fá þessi mörk á laugardaginn Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari var ánægður með sína menn eftir 3-1 sigur íslenska landsliðsins á Georgíu í kvöld. 9. september 2009 22:24 Gunnleifur: Vorum miklu betra liðið Gunnleifur Gunnleifsson hafði ekki mikið að gera í marki Íslands í kvöld þegar liðið vann 3-1 sigur á Georgíu í æfingaleik á Laugardalsvelli. 9. september 2009 22:10 Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Sport Fleiri fréttir Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Sjá meira
Grétar Rafn: Auðvelt að hitta á svona stóran haus Grétar Rafn Steinsson fór meiddur af velli í fyrri hálfleik gegn Georgíu en hann fann þá verk í hnénu. Fram að því hafði Grétar leikið fantavel og lagði upp fyrsta mark leiksins með glæsilegri fyrirgjöf. 9. september 2009 22:06
Ólafur: Hefði gjarnan viljað fá þessi mörk á laugardaginn Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari var ánægður með sína menn eftir 3-1 sigur íslenska landsliðsins á Georgíu í kvöld. 9. september 2009 22:24
Gunnleifur: Vorum miklu betra liðið Gunnleifur Gunnleifsson hafði ekki mikið að gera í marki Íslands í kvöld þegar liðið vann 3-1 sigur á Georgíu í æfingaleik á Laugardalsvelli. 9. september 2009 22:10