Náttúruminjasafnið í kössum næstu árin 8. september 2009 06:00 flóð Ómetanlegir gripir voru í hættu þegar flæddi inn í sýningarrými við Hlemm 2006, þar á meðal geirfuglinn. mynd/náttúrufræðistofnun Fjárveitingar til Náttúruminjasafns Íslands, sem er eitt höfuðsafna þjóðarinnar, verða skornar niður um allt að fjórðung. Þá er rætt um breytt hlutverk Þjóðmenningarhússins og jafnvel lokun þess, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Forstöðumaður Þjóðmenningarhússins hafnar því. „Ég er ekki með nákvæma tölu en mig grunar að niðurskurðurinn til okkar verði allt að 25 prósent“, segir Helgi Torfason, safnstjóri Náttúruminjasafns Íslands. „Ef þetta verður niðurstaðan þá er ljóst að safnið opnar ekki á næstunni. Þegar var búið að skera okkur niður um rúmlega tólf prósent á þessu ári og þetta kemur svo til viðbótar.“ Helgi segir að á stuttum tíma hafi málefni náttúruminjasafns þróast frá því að reisa átti glæsilegt safnahús, til þess að nú verði ekki starfrækt safn á næstu árum sem varpi ljósi á náttúru Íslands á heildstæðan hátt. Náttúrugripasafn var lengi starfrækt í bráðabirgðahúsnæði við Hlemm. Með setningu laga um Náttúruminjasafn Íslands 2007 lauk hlutverki þess sem sýningarsafns á vegum Náttúrufræðistofnunar. Því var svo lokað vorið 2008. Á fjárlögum 2009 var Náttúruminjasafni Íslands úthlutað 27 milljónum króna til reksturs. Höfuðsöfn eru skilgreind í Safnalögum. Þau eru Þjóðminjasafn Íslands, Listasafn Íslands og Náttúruminjasafn Íslands og ber þeim að vera leiðandi í stefnumótun á landsvísu hvert á sínu sviði. Niðurskurður til Þjóðminjasafnsins og Listasafns Íslands, hinna höfuðsafnanna tveggja, verður að öllum líkindum um sex prósent á fjárlögum næsta árs. Helgi segir að skilaboðin frá stjórnvöldum séu þau að náttúran sé ómerkilegri en listir og þjóðminjar. Það hljóti þó að skjóta skökku við þegar landið sé ávallt kynnt sem náttúruperla í kynningum sem beint er að ferðafólki. Þær fáu sýningar sem settar hafa verið upp að undanförnu og tengjast náttúru Íslands hafa verið settar upp í Þjóðmenningarhúsinu, þar sem náttúrugripasafnið hóf starfsemi sína á 19. öld. Hlutverk Þjóðmenningarhússins hefur verið til skoðunar um alllangt skeið og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur lokun þess verið rædd. Markús Örn Antonsson, forstöðumaður Þjóðmenningarhússins, segir þær fréttir ekki eiga við rök að styðjast. Stofnunin hefur heyrt beint undir forsætisráðuneytið en flyst til menntamálaráðuneytisins 1. október næstkomandi. svavar@frettabladid.is Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fleiri fréttir Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Sjá meira
Fjárveitingar til Náttúruminjasafns Íslands, sem er eitt höfuðsafna þjóðarinnar, verða skornar niður um allt að fjórðung. Þá er rætt um breytt hlutverk Þjóðmenningarhússins og jafnvel lokun þess, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Forstöðumaður Þjóðmenningarhússins hafnar því. „Ég er ekki með nákvæma tölu en mig grunar að niðurskurðurinn til okkar verði allt að 25 prósent“, segir Helgi Torfason, safnstjóri Náttúruminjasafns Íslands. „Ef þetta verður niðurstaðan þá er ljóst að safnið opnar ekki á næstunni. Þegar var búið að skera okkur niður um rúmlega tólf prósent á þessu ári og þetta kemur svo til viðbótar.“ Helgi segir að á stuttum tíma hafi málefni náttúruminjasafns þróast frá því að reisa átti glæsilegt safnahús, til þess að nú verði ekki starfrækt safn á næstu árum sem varpi ljósi á náttúru Íslands á heildstæðan hátt. Náttúrugripasafn var lengi starfrækt í bráðabirgðahúsnæði við Hlemm. Með setningu laga um Náttúruminjasafn Íslands 2007 lauk hlutverki þess sem sýningarsafns á vegum Náttúrufræðistofnunar. Því var svo lokað vorið 2008. Á fjárlögum 2009 var Náttúruminjasafni Íslands úthlutað 27 milljónum króna til reksturs. Höfuðsöfn eru skilgreind í Safnalögum. Þau eru Þjóðminjasafn Íslands, Listasafn Íslands og Náttúruminjasafn Íslands og ber þeim að vera leiðandi í stefnumótun á landsvísu hvert á sínu sviði. Niðurskurður til Þjóðminjasafnsins og Listasafns Íslands, hinna höfuðsafnanna tveggja, verður að öllum líkindum um sex prósent á fjárlögum næsta árs. Helgi segir að skilaboðin frá stjórnvöldum séu þau að náttúran sé ómerkilegri en listir og þjóðminjar. Það hljóti þó að skjóta skökku við þegar landið sé ávallt kynnt sem náttúruperla í kynningum sem beint er að ferðafólki. Þær fáu sýningar sem settar hafa verið upp að undanförnu og tengjast náttúru Íslands hafa verið settar upp í Þjóðmenningarhúsinu, þar sem náttúrugripasafnið hóf starfsemi sína á 19. öld. Hlutverk Þjóðmenningarhússins hefur verið til skoðunar um alllangt skeið og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur lokun þess verið rædd. Markús Örn Antonsson, forstöðumaður Þjóðmenningarhússins, segir þær fréttir ekki eiga við rök að styðjast. Stofnunin hefur heyrt beint undir forsætisráðuneytið en flyst til menntamálaráðuneytisins 1. október næstkomandi. svavar@frettabladid.is
Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fleiri fréttir Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Sjá meira