Innlent

Sjálfstæðisflokkurinn áfram stærstur

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd/Pjetur

Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærsti stjórnmálaflokkur landsins samkvæmt samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallups. Fylgi stjórnarflokkanna eykst meðal kjósenda en 49% styðja ríkisstjórnina sem er örlítið fleiri en þegar síðast var spurt. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.

Fylgi við Sjálfstæðisflokkinn er hins vegar óbreytt 28,8% en flokkurinn fékk 23,7% í þingkosningunum 25. apríl.

27,2% segjast myndu kjósa Samfylkinguna 2% fleiri en síðast en 2,7% minni en í kosningunum. 21,6% styðja Vinstri hreyfinguna grænt framboð sem 3% fleiri en í síðustu könnun.

Fylgi við Framsóknarflokkinn minnkar hins vegar um tvö prósentustig og er nú 14,8% líkt í kosningunum í vor. Fylgi við Borgarahreyfinguna minnkar jafn mikið og er nú 6% en hreyfingin fékk 7,2% í vor.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×