Innlent

Laugarásvideo eyðilagðist í eldi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Húsnæðið er mikið skemmt ef ekki ónýtt. Mynd/ Böddi.
Húsnæðið er mikið skemmt ef ekki ónýtt. Mynd/ Böddi.

Húsnæði Laugarásvideos brann til kaldra kola í nótt. Slökkviliðið fékk tilkynningu um eldinn um klukkan 25 mínútur í fjögur.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er videoleigan mikið skemmd eða ónýt. Óttast er að reykskemmdir hafi orðið á húsnæði þeirra fyrirtækja sem eru næst videoleigunni og íbúða sem eru fyrir ofan hana.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var slökkvistarfi lokið upp úr klukkan fimm.

Þá var óskað eftir aðstoð Rauða krossins og mættu tveir sjálfboðaliðar úr viðbragðhópi Rauða krossins á vettvang. Rauði krossinn veitti íbúum í húsinu aðhlynningu og sálrænan stuðning og miðlaði upplýsingum auk þess sem útveguð var gisting fyrir þrjá íbúa.

Í fréttatilkynningu frá Rauða krossinum segir að fólkinu verði boðin aðstoð ef á þarf að halda næstu daga.

Grunur leikur á að kveikt hafi verið í húsinu.













Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×