Skuldir og ábyrgðarleysi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar 21. ágúst 2009 03:00 Hver vill ekki lækka skuldir sínar á tímum hækkandi höfuðstóls, minnkandi tekna og lækkandi eignaverðs? Við aðstæður sem þessar verða þau sem ábyrgð bera á stjórn ríkisins að stíga varlega til jarðar og lofa ekki meiru en hægt er að standa við. Annað er ábyrgðarleysi. Þetta sjónarmið á Guðmundur Steingrímsson greinilega erfitt með að skilja. Ríkisstjórnin hefur í sínum aðgerðum lagt áherslu á að aðstoða fólk í greiðsluvanda, m.a. vegna tekjutaps og hækkandi greiðslubyrði. Hér er það greiðslugetan sem skiptir máli. Í vor voru einnig sett lög um greiðsluaðlögun sem m.a. felur í sér niðurfellingu skulda. Framsóknarflokkurinn hefur boðað almenna 20% niðurfellingu skulda einstaklinga og fyrirtækja. Þessi almenna töfralausn átti þess utan ekki að kosta neitt! Gallinn við þessar tillögur blasir við: Sum fyrirtæki og einstaklingar þurfa meira en 20% niðurfellingu skulda á meðan aðrir þurfa minna eða alls ekkert. Það er ljóst að bankarnir hafa afskrifað og munu á næstu misserum afskrifa mikið af skuldum, en getan til afskrifta er takmörkuð og því nauðsynlegt að nýta hana með skynsamlegum hætti. Það er því ekki annað en ódýrt mælskubragð af hálfu Guðmundar að gefa í skyn að ríkisstjórnin leggist „gegn því að afföll fasteignalána renni til íslenskra heimila“. Alvarlegasti annmarkinn á tillögum Framsóknarflokksins er þó sá að hafa aldrei útskýrt hvernig ætti að fjármagna almenna niðurfærslu á lánum Íbúðalánasjóðs, lífeyrissjóðanna eða Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Ég skora hér með á Guðmund að hætta nú gasprinu og útskýra hvar hann ætlar að sækja fjármagn til almennrar niðurfærslu hjá þessum aðilum. Þegar hann hefur útskýrt það getur hann sakað mig um skilningsleysi. Fyrr ekki. Stjórnarflokkarnir leggja áherslu á að vinna á skuldavanda heimilanna. Staðan er erfiðust hjá þeim sem eru með gengisbundin lán og þeim sem fjárfestu í húsnæði á hátindi eignabólunnar og áttu lítið eigið fé. Það tekur tíma að leysa þennan vanda en skilningsleysi stjórnvalda er ekki fyrirstaðan. Höfundur er þingkona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Hver vill ekki lækka skuldir sínar á tímum hækkandi höfuðstóls, minnkandi tekna og lækkandi eignaverðs? Við aðstæður sem þessar verða þau sem ábyrgð bera á stjórn ríkisins að stíga varlega til jarðar og lofa ekki meiru en hægt er að standa við. Annað er ábyrgðarleysi. Þetta sjónarmið á Guðmundur Steingrímsson greinilega erfitt með að skilja. Ríkisstjórnin hefur í sínum aðgerðum lagt áherslu á að aðstoða fólk í greiðsluvanda, m.a. vegna tekjutaps og hækkandi greiðslubyrði. Hér er það greiðslugetan sem skiptir máli. Í vor voru einnig sett lög um greiðsluaðlögun sem m.a. felur í sér niðurfellingu skulda. Framsóknarflokkurinn hefur boðað almenna 20% niðurfellingu skulda einstaklinga og fyrirtækja. Þessi almenna töfralausn átti þess utan ekki að kosta neitt! Gallinn við þessar tillögur blasir við: Sum fyrirtæki og einstaklingar þurfa meira en 20% niðurfellingu skulda á meðan aðrir þurfa minna eða alls ekkert. Það er ljóst að bankarnir hafa afskrifað og munu á næstu misserum afskrifa mikið af skuldum, en getan til afskrifta er takmörkuð og því nauðsynlegt að nýta hana með skynsamlegum hætti. Það er því ekki annað en ódýrt mælskubragð af hálfu Guðmundar að gefa í skyn að ríkisstjórnin leggist „gegn því að afföll fasteignalána renni til íslenskra heimila“. Alvarlegasti annmarkinn á tillögum Framsóknarflokksins er þó sá að hafa aldrei útskýrt hvernig ætti að fjármagna almenna niðurfærslu á lánum Íbúðalánasjóðs, lífeyrissjóðanna eða Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Ég skora hér með á Guðmund að hætta nú gasprinu og útskýra hvar hann ætlar að sækja fjármagn til almennrar niðurfærslu hjá þessum aðilum. Þegar hann hefur útskýrt það getur hann sakað mig um skilningsleysi. Fyrr ekki. Stjórnarflokkarnir leggja áherslu á að vinna á skuldavanda heimilanna. Staðan er erfiðust hjá þeim sem eru með gengisbundin lán og þeim sem fjárfestu í húsnæði á hátindi eignabólunnar og áttu lítið eigið fé. Það tekur tíma að leysa þennan vanda en skilningsleysi stjórnvalda er ekki fyrirstaðan. Höfundur er þingkona.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun