Skuldir og ábyrgðarleysi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar 21. ágúst 2009 03:00 Hver vill ekki lækka skuldir sínar á tímum hækkandi höfuðstóls, minnkandi tekna og lækkandi eignaverðs? Við aðstæður sem þessar verða þau sem ábyrgð bera á stjórn ríkisins að stíga varlega til jarðar og lofa ekki meiru en hægt er að standa við. Annað er ábyrgðarleysi. Þetta sjónarmið á Guðmundur Steingrímsson greinilega erfitt með að skilja. Ríkisstjórnin hefur í sínum aðgerðum lagt áherslu á að aðstoða fólk í greiðsluvanda, m.a. vegna tekjutaps og hækkandi greiðslubyrði. Hér er það greiðslugetan sem skiptir máli. Í vor voru einnig sett lög um greiðsluaðlögun sem m.a. felur í sér niðurfellingu skulda. Framsóknarflokkurinn hefur boðað almenna 20% niðurfellingu skulda einstaklinga og fyrirtækja. Þessi almenna töfralausn átti þess utan ekki að kosta neitt! Gallinn við þessar tillögur blasir við: Sum fyrirtæki og einstaklingar þurfa meira en 20% niðurfellingu skulda á meðan aðrir þurfa minna eða alls ekkert. Það er ljóst að bankarnir hafa afskrifað og munu á næstu misserum afskrifa mikið af skuldum, en getan til afskrifta er takmörkuð og því nauðsynlegt að nýta hana með skynsamlegum hætti. Það er því ekki annað en ódýrt mælskubragð af hálfu Guðmundar að gefa í skyn að ríkisstjórnin leggist „gegn því að afföll fasteignalána renni til íslenskra heimila“. Alvarlegasti annmarkinn á tillögum Framsóknarflokksins er þó sá að hafa aldrei útskýrt hvernig ætti að fjármagna almenna niðurfærslu á lánum Íbúðalánasjóðs, lífeyrissjóðanna eða Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Ég skora hér með á Guðmund að hætta nú gasprinu og útskýra hvar hann ætlar að sækja fjármagn til almennrar niðurfærslu hjá þessum aðilum. Þegar hann hefur útskýrt það getur hann sakað mig um skilningsleysi. Fyrr ekki. Stjórnarflokkarnir leggja áherslu á að vinna á skuldavanda heimilanna. Staðan er erfiðust hjá þeim sem eru með gengisbundin lán og þeim sem fjárfestu í húsnæði á hátindi eignabólunnar og áttu lítið eigið fé. Það tekur tíma að leysa þennan vanda en skilningsleysi stjórnvalda er ekki fyrirstaðan. Höfundur er þingkona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Hver vill ekki lækka skuldir sínar á tímum hækkandi höfuðstóls, minnkandi tekna og lækkandi eignaverðs? Við aðstæður sem þessar verða þau sem ábyrgð bera á stjórn ríkisins að stíga varlega til jarðar og lofa ekki meiru en hægt er að standa við. Annað er ábyrgðarleysi. Þetta sjónarmið á Guðmundur Steingrímsson greinilega erfitt með að skilja. Ríkisstjórnin hefur í sínum aðgerðum lagt áherslu á að aðstoða fólk í greiðsluvanda, m.a. vegna tekjutaps og hækkandi greiðslubyrði. Hér er það greiðslugetan sem skiptir máli. Í vor voru einnig sett lög um greiðsluaðlögun sem m.a. felur í sér niðurfellingu skulda. Framsóknarflokkurinn hefur boðað almenna 20% niðurfellingu skulda einstaklinga og fyrirtækja. Þessi almenna töfralausn átti þess utan ekki að kosta neitt! Gallinn við þessar tillögur blasir við: Sum fyrirtæki og einstaklingar þurfa meira en 20% niðurfellingu skulda á meðan aðrir þurfa minna eða alls ekkert. Það er ljóst að bankarnir hafa afskrifað og munu á næstu misserum afskrifa mikið af skuldum, en getan til afskrifta er takmörkuð og því nauðsynlegt að nýta hana með skynsamlegum hætti. Það er því ekki annað en ódýrt mælskubragð af hálfu Guðmundar að gefa í skyn að ríkisstjórnin leggist „gegn því að afföll fasteignalána renni til íslenskra heimila“. Alvarlegasti annmarkinn á tillögum Framsóknarflokksins er þó sá að hafa aldrei útskýrt hvernig ætti að fjármagna almenna niðurfærslu á lánum Íbúðalánasjóðs, lífeyrissjóðanna eða Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Ég skora hér með á Guðmund að hætta nú gasprinu og útskýra hvar hann ætlar að sækja fjármagn til almennrar niðurfærslu hjá þessum aðilum. Þegar hann hefur útskýrt það getur hann sakað mig um skilningsleysi. Fyrr ekki. Stjórnarflokkarnir leggja áherslu á að vinna á skuldavanda heimilanna. Staðan er erfiðust hjá þeim sem eru með gengisbundin lán og þeim sem fjárfestu í húsnæði á hátindi eignabólunnar og áttu lítið eigið fé. Það tekur tíma að leysa þennan vanda en skilningsleysi stjórnvalda er ekki fyrirstaðan. Höfundur er þingkona.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar