Fyrirsæta ein í Malasíu er fyrsta konan í sögu landsins sem dæmd hefur verið til þess að hljóta sex vandarhögg fyrir að drekka bjór á almannafæri. Dómurinn var felldur af Sharía dómstól landsins en fyrirsætan sjálf hefur nú krafist þess að dómnum verði framfylgt á almannafæri.
Hún segir að ef tilgangur refsingarinnar sé að fæla konur frá áfengisdrykkju sé best að sem flestir horfi á aðfarirnar. Múslimum í Malasíu er bannað að drekka áfengi, en fólki af öðrum trúarbrögðum er það fullkomlega frjálst.