Innlent

Ráðherra fær ekki upplýsingar um yfirtekin fyrirtæki

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra fær ekki upplýsingar hjá bönkum og og skilanefndum um yfirtekin fyrirtæki.
Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra fær ekki upplýsingar hjá bönkum og og skilanefndum um yfirtekin fyrirtæki. Mynd/Anton Brink
Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, fær ekki upplýsingar frá bönkum og skilanefndum um þau fyrirtæki sem þeir hafa tekið yfir. Ráðherrann segir að þessir aðilar beri fyrir sér þagnarskyldu.

Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, beindi fyrirspurn til Gylfa á þingfundi í dag. Hann vildi annars vegar vita hversu mörg og þá hvaða fyrirtæki hafa verið yfirtekin af bönkum og skilanefndum undanfarna mánuði. Árni vildi einnig vita hverjir fari með stjórn umræddra fyrirtækja.

Gylfi sagði ráðuneytið ekki hafa fullnægjandi upplýsingar til að svara fyrirspurninni. Ráðuneytið hafi óskað eftir upplýsingum hjá bönkunum og skilanefndum um hvaða fyrirtæki hefðu verið yfirtekin.

„Því miður var niðurstaðan frekar rýr og neituðu sumir aðilar að veita upplýsingar um það hvaða fyrirtæki hefðu verið yfirtekin. Þau báru við þagnarskylduákvæðum laga um fjármálafyrirtæki. Ráðuneytið hefur því ekki fullnægjandi upplýsingar til að svara fyrirspurninni," sagði Gylfi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×