Knapi rekinn úr íslenska landsliðinu í hestaíþróttum 8. ágúst 2009 16:15 Þórður Þorgeirsson. Mynd/ Anton Brink Þórður Þorgeirsson, tamningamaður og knapi, hefur verið rekinn úr íslenska landsliðinu í hestaíþróttum vegna agabrota. Fréttavefurinn Hestafréttir.is greindi frá þessu í hádeginu. Heimsmeistaramót íslenska hestsins stendur nú yfir í Brunnadern í Sviss. Þórður var valinn í landsliðið sem kynbótaknapi og átti að sýna stóðhestinn Kjarna frá Auðsholtshjáleigu í kynbótadómi í flokki sex vetra stóðhesta. Þórður átti að sitja Kjarna í yfirlitssýningu í dag. Á síðasta sunnudagskvöld var haldið svokallað Landakvöld á mótssvæðinu í Brunnadern. Myndbandi frá því kvöldi hefur verið lekið á vefsíðuna Youtube en á því sjást landsliðsmennirnir stíga sporið við hin ýmsu lög, meðal annars hið margrómaða Macarena. Þórður hefur sig þó hvað mest í frammi. Á spjallsvæði Hestafrétta ræða menn mikið um það sem fyrir augu ber á myndbandinu og eru skiptar skoðanir. Sumum þykir í lagi að menn lyfti sér upp, öðrum finnst þannig hegðun ekki sæma mönnum sem eru að keppa á alþjóðlegu móti fyrir Íslands hönd. Á Hestafréttir.is er rætt við Einar Öder Magnússon sem staðfesti við vefinn að Þórði hefði verið vikið úr landsliðinu. Þar segist hann hafa varað Þórð við, en það ekki dugað. „Agabrot af þessu tagi eru ófyrirgefanleg og hestamennskunni til vansa," segir Einar í samtali við Hestafréttir. Í viðtali Hestafrétta við Einar er líkum að því leitt að fleiri hafi gerst brotlegir á svipaðan hátt og Þórður. Einar er því spurður hvort ekki eigi jafnt yfir alla að ganga. „Ekki náðist að sanna á fleiri knapa þó sögusagnir segja annað. Þetta er bara mannleg tragedía og hræðilegt að þurfa að taka á, en svona er þetta bara, en ég vill ekki eyða meiri orku eða tíma í þetta leiðinlega mál. Ég ætla að sinna landsliðinu sem er enn í keppninni," segir Einar og bætir við að málið sé úr hans höndum. „Aganefnd ÍSÍ mun taka nánar á málinu."Mótið hefur farið vel fram og íslensku knöpunum gengið prýðilega. Þetta atvik bregður þó eilitlum skugga á annars frábært mót. Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Þórður Þorgeirsson, tamningamaður og knapi, hefur verið rekinn úr íslenska landsliðinu í hestaíþróttum vegna agabrota. Fréttavefurinn Hestafréttir.is greindi frá þessu í hádeginu. Heimsmeistaramót íslenska hestsins stendur nú yfir í Brunnadern í Sviss. Þórður var valinn í landsliðið sem kynbótaknapi og átti að sýna stóðhestinn Kjarna frá Auðsholtshjáleigu í kynbótadómi í flokki sex vetra stóðhesta. Þórður átti að sitja Kjarna í yfirlitssýningu í dag. Á síðasta sunnudagskvöld var haldið svokallað Landakvöld á mótssvæðinu í Brunnadern. Myndbandi frá því kvöldi hefur verið lekið á vefsíðuna Youtube en á því sjást landsliðsmennirnir stíga sporið við hin ýmsu lög, meðal annars hið margrómaða Macarena. Þórður hefur sig þó hvað mest í frammi. Á spjallsvæði Hestafrétta ræða menn mikið um það sem fyrir augu ber á myndbandinu og eru skiptar skoðanir. Sumum þykir í lagi að menn lyfti sér upp, öðrum finnst þannig hegðun ekki sæma mönnum sem eru að keppa á alþjóðlegu móti fyrir Íslands hönd. Á Hestafréttir.is er rætt við Einar Öder Magnússon sem staðfesti við vefinn að Þórði hefði verið vikið úr landsliðinu. Þar segist hann hafa varað Þórð við, en það ekki dugað. „Agabrot af þessu tagi eru ófyrirgefanleg og hestamennskunni til vansa," segir Einar í samtali við Hestafréttir. Í viðtali Hestafrétta við Einar er líkum að því leitt að fleiri hafi gerst brotlegir á svipaðan hátt og Þórður. Einar er því spurður hvort ekki eigi jafnt yfir alla að ganga. „Ekki náðist að sanna á fleiri knapa þó sögusagnir segja annað. Þetta er bara mannleg tragedía og hræðilegt að þurfa að taka á, en svona er þetta bara, en ég vill ekki eyða meiri orku eða tíma í þetta leiðinlega mál. Ég ætla að sinna landsliðinu sem er enn í keppninni," segir Einar og bætir við að málið sé úr hans höndum. „Aganefnd ÍSÍ mun taka nánar á málinu."Mótið hefur farið vel fram og íslensku knöpunum gengið prýðilega. Þetta atvik bregður þó eilitlum skugga á annars frábært mót.
Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira