Knapi rekinn úr íslenska landsliðinu í hestaíþróttum 8. ágúst 2009 16:15 Þórður Þorgeirsson. Mynd/ Anton Brink Þórður Þorgeirsson, tamningamaður og knapi, hefur verið rekinn úr íslenska landsliðinu í hestaíþróttum vegna agabrota. Fréttavefurinn Hestafréttir.is greindi frá þessu í hádeginu. Heimsmeistaramót íslenska hestsins stendur nú yfir í Brunnadern í Sviss. Þórður var valinn í landsliðið sem kynbótaknapi og átti að sýna stóðhestinn Kjarna frá Auðsholtshjáleigu í kynbótadómi í flokki sex vetra stóðhesta. Þórður átti að sitja Kjarna í yfirlitssýningu í dag. Á síðasta sunnudagskvöld var haldið svokallað Landakvöld á mótssvæðinu í Brunnadern. Myndbandi frá því kvöldi hefur verið lekið á vefsíðuna Youtube en á því sjást landsliðsmennirnir stíga sporið við hin ýmsu lög, meðal annars hið margrómaða Macarena. Þórður hefur sig þó hvað mest í frammi. Á spjallsvæði Hestafrétta ræða menn mikið um það sem fyrir augu ber á myndbandinu og eru skiptar skoðanir. Sumum þykir í lagi að menn lyfti sér upp, öðrum finnst þannig hegðun ekki sæma mönnum sem eru að keppa á alþjóðlegu móti fyrir Íslands hönd. Á Hestafréttir.is er rætt við Einar Öder Magnússon sem staðfesti við vefinn að Þórði hefði verið vikið úr landsliðinu. Þar segist hann hafa varað Þórð við, en það ekki dugað. „Agabrot af þessu tagi eru ófyrirgefanleg og hestamennskunni til vansa," segir Einar í samtali við Hestafréttir. Í viðtali Hestafrétta við Einar er líkum að því leitt að fleiri hafi gerst brotlegir á svipaðan hátt og Þórður. Einar er því spurður hvort ekki eigi jafnt yfir alla að ganga. „Ekki náðist að sanna á fleiri knapa þó sögusagnir segja annað. Þetta er bara mannleg tragedía og hræðilegt að þurfa að taka á, en svona er þetta bara, en ég vill ekki eyða meiri orku eða tíma í þetta leiðinlega mál. Ég ætla að sinna landsliðinu sem er enn í keppninni," segir Einar og bætir við að málið sé úr hans höndum. „Aganefnd ÍSÍ mun taka nánar á málinu."Mótið hefur farið vel fram og íslensku knöpunum gengið prýðilega. Þetta atvik bregður þó eilitlum skugga á annars frábært mót. Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Sjá meira
Þórður Þorgeirsson, tamningamaður og knapi, hefur verið rekinn úr íslenska landsliðinu í hestaíþróttum vegna agabrota. Fréttavefurinn Hestafréttir.is greindi frá þessu í hádeginu. Heimsmeistaramót íslenska hestsins stendur nú yfir í Brunnadern í Sviss. Þórður var valinn í landsliðið sem kynbótaknapi og átti að sýna stóðhestinn Kjarna frá Auðsholtshjáleigu í kynbótadómi í flokki sex vetra stóðhesta. Þórður átti að sitja Kjarna í yfirlitssýningu í dag. Á síðasta sunnudagskvöld var haldið svokallað Landakvöld á mótssvæðinu í Brunnadern. Myndbandi frá því kvöldi hefur verið lekið á vefsíðuna Youtube en á því sjást landsliðsmennirnir stíga sporið við hin ýmsu lög, meðal annars hið margrómaða Macarena. Þórður hefur sig þó hvað mest í frammi. Á spjallsvæði Hestafrétta ræða menn mikið um það sem fyrir augu ber á myndbandinu og eru skiptar skoðanir. Sumum þykir í lagi að menn lyfti sér upp, öðrum finnst þannig hegðun ekki sæma mönnum sem eru að keppa á alþjóðlegu móti fyrir Íslands hönd. Á Hestafréttir.is er rætt við Einar Öder Magnússon sem staðfesti við vefinn að Þórði hefði verið vikið úr landsliðinu. Þar segist hann hafa varað Þórð við, en það ekki dugað. „Agabrot af þessu tagi eru ófyrirgefanleg og hestamennskunni til vansa," segir Einar í samtali við Hestafréttir. Í viðtali Hestafrétta við Einar er líkum að því leitt að fleiri hafi gerst brotlegir á svipaðan hátt og Þórður. Einar er því spurður hvort ekki eigi jafnt yfir alla að ganga. „Ekki náðist að sanna á fleiri knapa þó sögusagnir segja annað. Þetta er bara mannleg tragedía og hræðilegt að þurfa að taka á, en svona er þetta bara, en ég vill ekki eyða meiri orku eða tíma í þetta leiðinlega mál. Ég ætla að sinna landsliðinu sem er enn í keppninni," segir Einar og bætir við að málið sé úr hans höndum. „Aganefnd ÍSÍ mun taka nánar á málinu."Mótið hefur farið vel fram og íslensku knöpunum gengið prýðilega. Þetta atvik bregður þó eilitlum skugga á annars frábært mót.
Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Sjá meira