Ríkið græðir ekkert á sölu hlutafjár Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar 23. júlí 2009 14:02 Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og þingmaður Vinstri grænna. Mynd/Pjetur Í fréttatilkynningu fjármálaráðuneytisins frá því á mánudag segir að ríkið muni leggja fram hlutafé að upphæð 60 milljarða til Íslandsbanka og 70 milljarða til Kaupþings þann 14. ágúst næstkomandi. Glitnir og Kaupþing, þ.e. skilanefndir bankanna í umboði erlendra kröfuhafa, eigi þess kost að kaupa þetta hlutafé í nýju bönkunum. Jón Steinsson, lektor við Colombia háskóla í Bandaríkjunum, spurði í gær á hvaða kjörum þessi hlutafjárviðskipti og lánveitingar til bankanna færu fram. Samkvæmt Steingrími J. Sigfússyni, fjármálaráðherra, er ekki um eiginleg hlutafjárviðskipti að ræða, heldur gefst kröfuhöfunum kostur á að fjármagna bankana sjálfir, og gengur þá framlag ríkisins til baka um 35 milljarða í tilviki Íslandsbanka og 38 milljarða í tilviki Nýja Kaupþings. Þá mun ríkisstjórnin veita hvorum banka um sig víkjandi lán að upphæð 25 milljörðum króna, auk þess sem Nýja Kaupþing fengi átta milljarða eiginfjárframlag. Hugsanlega mun Fjármálaeftirlitið gera aðrar fjármögnunarkröfur til kröfuhafanna en stjórnvalda. Það myndi þó ekki hafa nein áhrif á hlutafjárframlagið sem slíkt sem einfaldlega yrði bakfært um ofangreindar upphæðir. Ávöxtun hlutafjárins vegna eigendaskiptanna væri því engin. Ef kröfuhafarnir ganga ekki að samkomulaginu eiga þeir hins vegar kauprétt á hlutafénu árin 2011 til 2015. Kjósi þeir að nýta sér hann segir Steingrímur ljóst að hlutaféð yrði ekki selt á nafnverði heldur með fullum vöxtum og álagi. „Ríkið fengi því mjög góða ávöxtun," segir Steingrímur. Hann segir ekki hafa verið gengið endanlega frá lánasamningum vegna víkjandi lána bankanna, og því liggi kjör þeirra ekki fyrir. Tengdar fréttir Segir mikilvægum spurningum ósvarað um bankauppgjörið Jón Steinsson lektor í hagfræði við Columbia háskólann segir að mikilvægum spurningum sé ósvarað hvað varði uppgjör og eignarhald á nýju bönkunum. Hinsvegar telur hann fagnaðarefni að kröfuhafar eigi þess kost að eignast Íslandsbanka og Nýja Kaupþing að mestu eða öllu leyti. 22. júlí 2009 08:45 Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Í fréttatilkynningu fjármálaráðuneytisins frá því á mánudag segir að ríkið muni leggja fram hlutafé að upphæð 60 milljarða til Íslandsbanka og 70 milljarða til Kaupþings þann 14. ágúst næstkomandi. Glitnir og Kaupþing, þ.e. skilanefndir bankanna í umboði erlendra kröfuhafa, eigi þess kost að kaupa þetta hlutafé í nýju bönkunum. Jón Steinsson, lektor við Colombia háskóla í Bandaríkjunum, spurði í gær á hvaða kjörum þessi hlutafjárviðskipti og lánveitingar til bankanna færu fram. Samkvæmt Steingrími J. Sigfússyni, fjármálaráðherra, er ekki um eiginleg hlutafjárviðskipti að ræða, heldur gefst kröfuhöfunum kostur á að fjármagna bankana sjálfir, og gengur þá framlag ríkisins til baka um 35 milljarða í tilviki Íslandsbanka og 38 milljarða í tilviki Nýja Kaupþings. Þá mun ríkisstjórnin veita hvorum banka um sig víkjandi lán að upphæð 25 milljörðum króna, auk þess sem Nýja Kaupþing fengi átta milljarða eiginfjárframlag. Hugsanlega mun Fjármálaeftirlitið gera aðrar fjármögnunarkröfur til kröfuhafanna en stjórnvalda. Það myndi þó ekki hafa nein áhrif á hlutafjárframlagið sem slíkt sem einfaldlega yrði bakfært um ofangreindar upphæðir. Ávöxtun hlutafjárins vegna eigendaskiptanna væri því engin. Ef kröfuhafarnir ganga ekki að samkomulaginu eiga þeir hins vegar kauprétt á hlutafénu árin 2011 til 2015. Kjósi þeir að nýta sér hann segir Steingrímur ljóst að hlutaféð yrði ekki selt á nafnverði heldur með fullum vöxtum og álagi. „Ríkið fengi því mjög góða ávöxtun," segir Steingrímur. Hann segir ekki hafa verið gengið endanlega frá lánasamningum vegna víkjandi lána bankanna, og því liggi kjör þeirra ekki fyrir.
Tengdar fréttir Segir mikilvægum spurningum ósvarað um bankauppgjörið Jón Steinsson lektor í hagfræði við Columbia háskólann segir að mikilvægum spurningum sé ósvarað hvað varði uppgjör og eignarhald á nýju bönkunum. Hinsvegar telur hann fagnaðarefni að kröfuhafar eigi þess kost að eignast Íslandsbanka og Nýja Kaupþing að mestu eða öllu leyti. 22. júlí 2009 08:45 Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Segir mikilvægum spurningum ósvarað um bankauppgjörið Jón Steinsson lektor í hagfræði við Columbia háskólann segir að mikilvægum spurningum sé ósvarað hvað varði uppgjör og eignarhald á nýju bönkunum. Hinsvegar telur hann fagnaðarefni að kröfuhafar eigi þess kost að eignast Íslandsbanka og Nýja Kaupþing að mestu eða öllu leyti. 22. júlí 2009 08:45