Viðskipti erlent

Dr. Doom: Það versta er að baki í kreppunni

Hagfræðingurinn Nouriel Roubini, auknefndur Dr. Doom og þekktur fyrir að hafa séð fyrir núverandi fjármálakreppu, segir að það versta sé að baki hjá þróuðu löndunum hvað kreppuna varðar. „Það skín ljós við endann á göngunum. Og til tilbreytingar er ljósið ekki járnbrautarlest á leiðinni," segir Roubini. „Botninum er náð í Bandaríkjunum og hinu alþjóðlega hagkerfi."

Í umfjöllun á Reuters um málið segir að hlutabréfamarkaðir hafi tekið kipp upp á við í gærdag í kjölfar orða Roubini um að kreppunni muni ljúka í ár og að viðhorf hans til efnahagsþróunar heimsins væru orðin bjartsýnni.

Roubini tekur þó fram að í Bandaríkjunum sé þörf á frekari aðgerðum til að hvetja efnahagslífið þar sem atvinnuleysið nálgist nú 10% af miklum hraða. Hann telur að atvinnumarkaðinum vestan hafs muni hraka áfram nema stjórnvöld spýti inn 200 til 250 milljörðum dollara í viðbót við það sem þegar hefur verið lagt af mörkum.

Þá kemur fram í máli Roubini að hann telji að nýmarkaðslöndin muni ná sér fljótar á strik en þróuðu löndin á næstu tveimur árum.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×