Erlent

Ganga ungrar konu stöðvuð

Lögregla á ströndinni Hamas-samtökin farin að taka harðar á siðferðisbrotum.fréttablaðið/AP
Lögregla á ströndinni Hamas-samtökin farin að taka harðar á siðferðisbrotum.fréttablaðið/AP

Lögreglan á Gasa stöðvaði för ungrar konu og manns, sem gengu saman á ströndinni. Maðurinn var handtekinn ásamt tveimur félögum hans og urðu þeir fyrir barsmíðum af hálfu lögreglunnar. Þetta fullyrðir bæði konan og einn mannanna.

Atvikið hefur vakið áhyggjur af því að Hamas-samtökin, sem fara með völd á þessu stríðshrjáða svæði, ætli sér að framfylgja af hörku ströngustu kröfum íslamskra siða.

Samtökin hafa þó jafnan sagt að þau muni ekki neyða skoðunum sínum upp á aðra, heldur aðeins ganga á undan með góðu fordæmi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×