Innlent

Niðurfelling Björgólfsláns brýtur alla sáttmála við fjölskyldur landsins

Hægt væri að leiðrétta skuldir eittþúsund heimila um tuttugu prósent í stað þess að fella niður skuldir Björgólfsfeðga segir varaformaður Hagsmunasamtaka heimilanna. Hann segir að verði af þessari niðurfellingu þá séu allir sáttmálar við fjölskyldurnar í landinu brostnir.

Björgólfur Guðmundsson og Björg­ólfur Thor Björgólfsson hafa gert Nýja Kaupþingi tilboð um að greiða fjörutíu til fimmtíu prósent af tæplega sex milljarða skuld þeirra feðga við bankann. Skuldin er upphaflega tilkomin vegna kaupa eignarhaldsfélags þeirra, Samsonar, á 45,8 prósenta hlut ríkisins í Landsbankanum árið 2003. Feðgarnir eru í persónulegum ábyrgðum vegna skuldarinnar og standi annar þeirra ekki undir ábyrgð fellur hún á hinn. Talið er líklegt að fallist verði á þetta tilboð feðganna.

Vésteinn Gauti Hauksson, varaformaður Hagsmunasamtaka heimilanna, er afar ósáttur við þetta. Hann segir að það sé engin sanngirni í því að sumir séu jafnari en aðrir þegar kemur að því að fella niður skuldir.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×