Icesave: 400 milljörðum hærri ef ríkisstjórnin hefði ráðið fyrir áratug Gunnar Örn Jónsson skrifar 1. júlí 2009 14:25 Kristinn H. Gunnarsson Ef Jóhanna Sigurðardóttir, Steingrímur J. Sigfússon og Ögmundur Jónasson hefðu fengið að ráða fyrir tæpum 10 árum síðan væri skuld Íslendinga vegna Icesave líklega um 400 milljörðum krónum hærri en nú er. Í dag eru þau örugglega fegin því að tillaga þeirra var felld á Alþingi. Þetta kemur fram á heimasíðu Kristins H. Gunnarssonar, fyrrum Alþingismanns. Í frumvarpi ríkisstjórnarinnar um ríkisábyrgð á Icesave, sem dreift var á Alþingi í gær, er vitnað til lagasetningarinnar árið 1999. Í lögunum er kveðið skýrt á um að ábyrgð innstæðutryggingasjóðsins takmarkist við 20.887 evrur. Lögð er sérstök áhersla á að Finnur Ingólfsson, þáverandi viðskiptaráðherra, hafi sérstaklega hnykkt á því í framsöguræðu fyrir málinu að sjóðnum bæri að bæta tjón sparifjáreigenda að þessu lágmarki hvort sem eignir hans dygðu til þess eða ekki. Fjármálaráðherra og forsætisráðherra vilja með þessu gera Finn Ingólfsson ábyrgan fyrir því að Icesave skuldin falli á þjóðina. Við skulum aðeins rifja upp málflutning og tillöguflutning þingmanna við þessa afdrífaríku lagasetningu. Stjórnarandstöðunni þáverandi, undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur, Steingríms J. Sigfússonar og Ögmundar Jónassonar þótti frumvarpið ekki ganga nógu langt. Þau flutti breytingartillögu og lögðu þar til að einstaklingur skyldu fá allar innstæður sínar bættar úr tryggingarsjóðunum en ekki bara lágmarkið. Jóhanna rökstuddi tillöguna meðal annars svona: „Hér er sem sagt lagt til að full tryggingavernd sé hjá þeim sem eiga innstæður sínar í innlánsstofnunum og bönkum, þannig að þeir geti verið rólegir hvað sem á dynur, hvaða skakkaföll sem verða í bankakerfinu, þá munu þeir að fullu og öllu fá sínar innstæður greiddar." Tillagan var felld með 34 atkvæðum gegn 16. Hefði hún fengist samþykkt verður ekki betur séð en að Íslendingar hefðu orðið að bæta innstæður einstaklinga í Icesave-reikningum að fullu í stað lágmarksupphæðarinnar. Ekki er alveg ljóst af greinargerð frumvarpsins um ríkisábyrgðina hvað hún hefði orðið há ef tillaga Jóhönnu og fleiri hefði verið samþykkt en ráða má að skuldin hefði hækkað um liðlega 400 milljarða króna og þá ríkisábyrgðin að sama skapi. Svo segja oddvitar ríkisstjórnarinnar nú að þeim hafi verið nauðugur einn kostur að semja um Icesave! Grein Kristins má sjá hér. Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Innlent Fleiri fréttir Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Sjá meira
Ef Jóhanna Sigurðardóttir, Steingrímur J. Sigfússon og Ögmundur Jónasson hefðu fengið að ráða fyrir tæpum 10 árum síðan væri skuld Íslendinga vegna Icesave líklega um 400 milljörðum krónum hærri en nú er. Í dag eru þau örugglega fegin því að tillaga þeirra var felld á Alþingi. Þetta kemur fram á heimasíðu Kristins H. Gunnarssonar, fyrrum Alþingismanns. Í frumvarpi ríkisstjórnarinnar um ríkisábyrgð á Icesave, sem dreift var á Alþingi í gær, er vitnað til lagasetningarinnar árið 1999. Í lögunum er kveðið skýrt á um að ábyrgð innstæðutryggingasjóðsins takmarkist við 20.887 evrur. Lögð er sérstök áhersla á að Finnur Ingólfsson, þáverandi viðskiptaráðherra, hafi sérstaklega hnykkt á því í framsöguræðu fyrir málinu að sjóðnum bæri að bæta tjón sparifjáreigenda að þessu lágmarki hvort sem eignir hans dygðu til þess eða ekki. Fjármálaráðherra og forsætisráðherra vilja með þessu gera Finn Ingólfsson ábyrgan fyrir því að Icesave skuldin falli á þjóðina. Við skulum aðeins rifja upp málflutning og tillöguflutning þingmanna við þessa afdrífaríku lagasetningu. Stjórnarandstöðunni þáverandi, undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur, Steingríms J. Sigfússonar og Ögmundar Jónassonar þótti frumvarpið ekki ganga nógu langt. Þau flutti breytingartillögu og lögðu þar til að einstaklingur skyldu fá allar innstæður sínar bættar úr tryggingarsjóðunum en ekki bara lágmarkið. Jóhanna rökstuddi tillöguna meðal annars svona: „Hér er sem sagt lagt til að full tryggingavernd sé hjá þeim sem eiga innstæður sínar í innlánsstofnunum og bönkum, þannig að þeir geti verið rólegir hvað sem á dynur, hvaða skakkaföll sem verða í bankakerfinu, þá munu þeir að fullu og öllu fá sínar innstæður greiddar." Tillagan var felld með 34 atkvæðum gegn 16. Hefði hún fengist samþykkt verður ekki betur séð en að Íslendingar hefðu orðið að bæta innstæður einstaklinga í Icesave-reikningum að fullu í stað lágmarksupphæðarinnar. Ekki er alveg ljóst af greinargerð frumvarpsins um ríkisábyrgðina hvað hún hefði orðið há ef tillaga Jóhönnu og fleiri hefði verið samþykkt en ráða má að skuldin hefði hækkað um liðlega 400 milljarða króna og þá ríkisábyrgðin að sama skapi. Svo segja oddvitar ríkisstjórnarinnar nú að þeim hafi verið nauðugur einn kostur að semja um Icesave! Grein Kristins má sjá hér.
Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Innlent Fleiri fréttir Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Sjá meira