Er hægt að bjarga Íslandi? Gunnar Örn Jónsson skrifar 30. júní 2009 11:16 Efnahagslíf Íslendinga er hrunið, erlend lántaka, verðbólga og áhættusækni „útrásarvíkinga“ hefur sett þjóðina á vonarvöl. Íslendingar geta hugsanlega bjargað sér með lögleiðingu marijuana. Þetta er haft eftir Rob Cox, sem skrifar athyglisverða grein á Reuters um efnahag Íslands. Samkvæmt greininni áætlar Seðlabanki Íslands að um 40% fjölskyldna séu með bílalán í erlendri mynt, auk þess sé meðal annars gríðarleg verðbólga í landinu og háir vextir. Íslensku bankarnir tóku virkan þátt í leiknum, þeir endurlánuðu erlent lánsfé til svokallaðra frumkvöðla í íslensku viðskiptalífi sem reyndu eftir fremsta megni að halda uppi háu verði á hlutabréfamarkaði. Það var í raun allra hagur þar sem krosseignatengslin á íslenskum hlutabréfamarkaði voru gríðarleg. Á hátindi hlutabréfaævintýrsins nam markaðsvirði félaga í íslensku Kauphöllinni yfir 250 faldri þjóðarframleiðslu Íslands, segir í greininni. „Við urðum fórnarlömb okkar eigin velgengni,“ er haft eftir Þórði Friðjónssyni, forstjóra Kauphallarinnar. Íslendingar búa yfir þeirri miklu náttúruauðlind, jarðhita, sem er nothæft til margvíslegs brúks. Meðal annars sér jarðhitinn um að hita gróðurhúsin sem gerir Íslendingum kleift að rækta grænmeti, blóm og jafnvel banana. Lagt er til að Íslendingar nýti gróðurhúsin í öðrum tilgangi, ræktun marijuana. „Ef Íslendingar myndu lögleiða „gras“ myndi það auka ferðamannastraum til landsins og gott betur. Það myndi stytta innflutningsleið Bandaríkjamanna og Kanadabúa á marijuana um helming þar sem Amsterdam er helmingi lengra í burtu. Íhaldssömum ráðamönnum Íslands gæti þótt það of langt gengið en þarf ekki að leita allra leiða til að koma þjóðinni úr þeim skuldaklafa sem hún býr við?" Grein Reuters má sjá hér Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
Efnahagslíf Íslendinga er hrunið, erlend lántaka, verðbólga og áhættusækni „útrásarvíkinga“ hefur sett þjóðina á vonarvöl. Íslendingar geta hugsanlega bjargað sér með lögleiðingu marijuana. Þetta er haft eftir Rob Cox, sem skrifar athyglisverða grein á Reuters um efnahag Íslands. Samkvæmt greininni áætlar Seðlabanki Íslands að um 40% fjölskyldna séu með bílalán í erlendri mynt, auk þess sé meðal annars gríðarleg verðbólga í landinu og háir vextir. Íslensku bankarnir tóku virkan þátt í leiknum, þeir endurlánuðu erlent lánsfé til svokallaðra frumkvöðla í íslensku viðskiptalífi sem reyndu eftir fremsta megni að halda uppi háu verði á hlutabréfamarkaði. Það var í raun allra hagur þar sem krosseignatengslin á íslenskum hlutabréfamarkaði voru gríðarleg. Á hátindi hlutabréfaævintýrsins nam markaðsvirði félaga í íslensku Kauphöllinni yfir 250 faldri þjóðarframleiðslu Íslands, segir í greininni. „Við urðum fórnarlömb okkar eigin velgengni,“ er haft eftir Þórði Friðjónssyni, forstjóra Kauphallarinnar. Íslendingar búa yfir þeirri miklu náttúruauðlind, jarðhita, sem er nothæft til margvíslegs brúks. Meðal annars sér jarðhitinn um að hita gróðurhúsin sem gerir Íslendingum kleift að rækta grænmeti, blóm og jafnvel banana. Lagt er til að Íslendingar nýti gróðurhúsin í öðrum tilgangi, ræktun marijuana. „Ef Íslendingar myndu lögleiða „gras“ myndi það auka ferðamannastraum til landsins og gott betur. Það myndi stytta innflutningsleið Bandaríkjamanna og Kanadabúa á marijuana um helming þar sem Amsterdam er helmingi lengra í burtu. Íhaldssömum ráðamönnum Íslands gæti þótt það of langt gengið en þarf ekki að leita allra leiða til að koma þjóðinni úr þeim skuldaklafa sem hún býr við?" Grein Reuters má sjá hér
Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira