Innlent

Feneyjartvíæringurinn: Kostnaður ríkisins er 23 milljónir

Gunnar Örn Jónsson skrifar
Ragnar Kjartansson að störfum við við verk sitt, The End.
Ragnar Kjartansson að störfum við við verk sitt, The End. Mynd/Rafael Pinho

Kostnaður ríkisins vegna Feneyjartvíæringsins er 23 milljónir króna. Ríkið greiðir 45% af heildarkostnaðinum við framlag Íslands og sjá styrktaraðilar um afganginn.

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum tekur Ísland þátt í hinum árlega Feneyjartvíæringi líkt og undanfarin 25 ár.

Í ár greiðir ríkið meira í krónum talið en í fyrra og er ástæðan sú að kostnaðurinn er að langmestu leyti í Evrum. Ragnar Kjartansson, myndlistarmaður, er boðberi Íslands að þessu sinni.

Sýning Ragnars samanstendur af tveimur aðskildum verkum. Myndbandsverk er í einu herbergi og auk þess er listamaðurinn með ákveðinn gjörning þar sem hann málar viðfangsefni sitt, lifandi karlmann, á ákveðinn hátt á hverjum degi. Meðal annars er viðfangsefnið málað drekkandi bjór á sundskýlu einni fata.

Haft er eftir Rebekku Ragnarsdóttur hjá Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar að undirbúningur sýningarinnar hafi tekið um 2 ár.










Tengdar fréttir

Prump er ekki list

Undirritaður gerir sér grein fyrir því að gagnrýni á ákvörðun Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar, undir stjórn Christians Schoen framkvæmdastjóra, um að velja Ragnar Kjartansson og verk hans „The End“ sem fulltrúa Íslands á Feneyjatvíæringnum, kann að hljóma eins og biturt, öfundsjúkt og innantómt þvaður fyrir hinni íslensku listaelítu og fleirum. Undirritaður biður þó lesanda að skoða nokkur atriði áður en hann lofar þetta merkilega verk og listamanninn að baki því.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×