Innlent

Flosi búinn að funda með saksóknara efnahagsbrota

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Flosi Eiríksson
Flosi Eiríksson

„Ég er búinn að eiga fund með saksóknara efnahagsbrota og mun ekki tjá mig frekar um þetta mál fyrr en hann hefur lokið sínu starfi," segir Flosi Eiríksson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi.

Fréttastofa hafði leitað viðbragða hans við yfirlýsingu Sigrúnar Bragadóttur, framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar, sem birtist fyrr í dag.

Þar sakaði hún einstaka stjórnarmenn í LSK um að hafa reynt að fara á svig við staðreyndir í pólitískum tilgangi.

Flosi sagðist engu hafa að bæta við fyrri yfirlýsingu.

Aðspurður hvort hann hyggist fara að ráðum Vinstri grænna og víkja sæti úr bæjarstjórn vegna LSK málsins segir Flosi: „Að mér var logið og ég blekktur og ég sé enga ástæðu til að víkja úr bæjarstjórn út af því."


Tengdar fréttir

Segir einstaka stjórnarmenn LSK hafa farið á svig við staðreyndir

Sigrún Bragadóttir, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar, sakar einstaka stjórnarmenn sjóðsins um að hafa reynt að afvegaleiða staðreyndir málsins í pólitískum tilgangi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Sigrúnu.

VG: Telja réttast að allir stjórnarmenn LSK víki sæti

Stjórn Vinstri grænna í Kópavogi telur réttast að allir þeir kjörnu fulltrúar er sátu í fráfarandi stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar víki úr sæti sínu í bæjarstjórn á meðan lögreglurannsókn fer fram, að því er kemur fram í ályktun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×