Viðskipti innlent

Fulltrúar AGS ekki ánægðir með frammistöðu stjórnvalda

Fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) sem verið hafa á landinu undanfarna daga eru ekki ánægðir með frammistöðu íslenskra stjórnvalda við að framkvæma sameignlega áætlun þeirra og AGS samkvæmt heimildum Fréttastofu.

Fulltrúarnir munu efna til blaðamannfundar nú klukkan 10 þar sem þeir fara yfir stöðuna og það sem þeir hafa orðið áskynja í ferð sinni til landsins. Þeir munu síðan halda af landi brott síðdegis í dag.

Samkvæmt heimildum Fréttastofu beinist óánægja AGS einkum að þeim seinagangi sem orðið hefur á að koma helstu atriðum fyrrgreindrar áætlunar til framkvæmda.

Og þá er AGS ekki hrifið af því að fleiri umfangsmiklar stýrivaxtalækkanir verði á næstunni fyrr en stjórnvöld hafa lagt fram trúverðuga áætlun um endurskipulagningu ríkisfjármálanna.









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×