Aðildarumsókn fyrir þingið í vor - nýr stjórnarsáttmáli 10. maí 2009 15:47 Utanríkisráðherra mun leggja fram á vorþingi tillögu um aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í nýjum stjórnarsáttmála Samfylkingarinnar og Vinstri-grænna. Stuðningur stjórnvalda við samninginn er háður ýmsum fyrirvörum. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG og fjármálaráðherra, sagði á blaðamannafundi í Norræna húsinu í dag að það væri vissulega málamiðlun sem einhverjir ættu erfitt að sætta sig. Flokkurinn væri áfram andvígur inngöngu í Evrópusambandið. Þá sagði hann þingmenn bundna sannfæringu sinni þegar kemur að því að kjósa um tillögu utanríkisráðherra. Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar og forsætisráðherra, sagðist vera stolt og afar ánægð með að nú væri verið að mynda ríkisstjórn félagshyggjufólks og jafnaðarmanna.Stjórnkerfisbreytingar Fram kom í máli Jóhönnu að ráðuneytum verður fækkað úr 12 í 9 á kjörtímabilinu. Stofnað verður sérstakt atvinnuvegaráðuneyti eigi síðar en um mitt kjörtímabilið. Strax verður stofnað nýtt ráðuneyti efnahagsmála í stað viðskiptaráðuneytis og færast verkefni frá forsætis- og fjármálaráðuneytinu. Seðlabankinn og Hagstofan mun einnig heyra undir hið nýja efnahagsmálaráðuneyti. Þá er stefnt á að sameina verkefni og stofna nýtt innanríkisráðuneyti sem meðal annars mun innihalda samgönguráðuneytið.Aflaheimildir innkallaðar - leynd af orkuverði aflétt Lög um fiskveiðar verða endurskoðuð og aflaheimildir innkallaðar í áföngum. Í stjórnarsáttmálanum kemur einnig fram að ný ríkisstjórn ætlar að stuðla að gagnsæi í orkusölusamningum og leitað leiða til að aflétta leynd af orkuverði til erlendra stóriðju fyrirtækja. Þá verða Varnamálastofnun og loftrýmisgæsla við Ísland endurskoðuð. Stækka á friðland í Þjórsárverum, heimila handfæraveiðar yfir sumartímann og fækka ráðuneytunum í níu úr tólf.100 daga áætlun - IceSave, persónukjör og stöðugleikasáttmáli Fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðueneytinu að ríkisstjórnin geri sér grein fyrir því að miklu skiptir að unnið sé hratt til að bregðast við þeim vanda sem við þjóðinni blasir. „Hún hefur því sett sér markmið sem hún ætlar að ná á næstu 100 dögum sem fela meðal annars í sér að afgreiða forsendur fjárlaga til millilangs tíma, hefja lokavinnu við Icesave - samningana, ná samningum við aðila vinnumarkaðarins um stöðugleikasáttmála, endurfjármagna bankana og semja við erlenda kröfuhafa þeirra, leggja fram frumvörp um stjórnlagaþing, þjóðaratkvæðagreiðslur og persónukjör, ráða nýja yfirstjórn í Seðlabanka Íslands, hefja mótun nýrrar atvinnustefnu og hefja endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins svo nokkur atriði séu nefnd." Tengdar fréttir Katrín og Árni Páll nýir ráðherrar Samfylkingarinnar Þingmennirnir Katrín Júlíusdóttir og Árna Páll Árnason verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir lætur af störfum sem félagsmálaráðherra. Flokksstjórn Samfylkingarinnar samþykkti þetta á fundi sínum í dag. 10. maí 2009 15:34 Svandís og Jón nýir ráðherrar VG Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi, og Jón Bjarnason, þingflokksformaður Vinstri grænna, verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn VG og Samfylkingar. Svandís tekur við Kolbrúnu Halldórsdóttur sem umhverfisráðherra og Jón verður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í stað Steingríms J. Sigfússonar. 10. maí 2009 16:02 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Sjá meira
Utanríkisráðherra mun leggja fram á vorþingi tillögu um aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í nýjum stjórnarsáttmála Samfylkingarinnar og Vinstri-grænna. Stuðningur stjórnvalda við samninginn er háður ýmsum fyrirvörum. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG og fjármálaráðherra, sagði á blaðamannafundi í Norræna húsinu í dag að það væri vissulega málamiðlun sem einhverjir ættu erfitt að sætta sig. Flokkurinn væri áfram andvígur inngöngu í Evrópusambandið. Þá sagði hann þingmenn bundna sannfæringu sinni þegar kemur að því að kjósa um tillögu utanríkisráðherra. Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar og forsætisráðherra, sagðist vera stolt og afar ánægð með að nú væri verið að mynda ríkisstjórn félagshyggjufólks og jafnaðarmanna.Stjórnkerfisbreytingar Fram kom í máli Jóhönnu að ráðuneytum verður fækkað úr 12 í 9 á kjörtímabilinu. Stofnað verður sérstakt atvinnuvegaráðuneyti eigi síðar en um mitt kjörtímabilið. Strax verður stofnað nýtt ráðuneyti efnahagsmála í stað viðskiptaráðuneytis og færast verkefni frá forsætis- og fjármálaráðuneytinu. Seðlabankinn og Hagstofan mun einnig heyra undir hið nýja efnahagsmálaráðuneyti. Þá er stefnt á að sameina verkefni og stofna nýtt innanríkisráðuneyti sem meðal annars mun innihalda samgönguráðuneytið.Aflaheimildir innkallaðar - leynd af orkuverði aflétt Lög um fiskveiðar verða endurskoðuð og aflaheimildir innkallaðar í áföngum. Í stjórnarsáttmálanum kemur einnig fram að ný ríkisstjórn ætlar að stuðla að gagnsæi í orkusölusamningum og leitað leiða til að aflétta leynd af orkuverði til erlendra stóriðju fyrirtækja. Þá verða Varnamálastofnun og loftrýmisgæsla við Ísland endurskoðuð. Stækka á friðland í Þjórsárverum, heimila handfæraveiðar yfir sumartímann og fækka ráðuneytunum í níu úr tólf.100 daga áætlun - IceSave, persónukjör og stöðugleikasáttmáli Fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðueneytinu að ríkisstjórnin geri sér grein fyrir því að miklu skiptir að unnið sé hratt til að bregðast við þeim vanda sem við þjóðinni blasir. „Hún hefur því sett sér markmið sem hún ætlar að ná á næstu 100 dögum sem fela meðal annars í sér að afgreiða forsendur fjárlaga til millilangs tíma, hefja lokavinnu við Icesave - samningana, ná samningum við aðila vinnumarkaðarins um stöðugleikasáttmála, endurfjármagna bankana og semja við erlenda kröfuhafa þeirra, leggja fram frumvörp um stjórnlagaþing, þjóðaratkvæðagreiðslur og persónukjör, ráða nýja yfirstjórn í Seðlabanka Íslands, hefja mótun nýrrar atvinnustefnu og hefja endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins svo nokkur atriði séu nefnd."
Tengdar fréttir Katrín og Árni Páll nýir ráðherrar Samfylkingarinnar Þingmennirnir Katrín Júlíusdóttir og Árna Páll Árnason verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir lætur af störfum sem félagsmálaráðherra. Flokksstjórn Samfylkingarinnar samþykkti þetta á fundi sínum í dag. 10. maí 2009 15:34 Svandís og Jón nýir ráðherrar VG Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi, og Jón Bjarnason, þingflokksformaður Vinstri grænna, verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn VG og Samfylkingar. Svandís tekur við Kolbrúnu Halldórsdóttur sem umhverfisráðherra og Jón verður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í stað Steingríms J. Sigfússonar. 10. maí 2009 16:02 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Sjá meira
Katrín og Árni Páll nýir ráðherrar Samfylkingarinnar Þingmennirnir Katrín Júlíusdóttir og Árna Páll Árnason verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir lætur af störfum sem félagsmálaráðherra. Flokksstjórn Samfylkingarinnar samþykkti þetta á fundi sínum í dag. 10. maí 2009 15:34
Svandís og Jón nýir ráðherrar VG Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi, og Jón Bjarnason, þingflokksformaður Vinstri grænna, verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn VG og Samfylkingar. Svandís tekur við Kolbrúnu Halldórsdóttur sem umhverfisráðherra og Jón verður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í stað Steingríms J. Sigfússonar. 10. maí 2009 16:02