Brugga bjór á gömlum bóndabæ Jón Hákon Halldórsson skrifar 8. maí 2009 11:59 Bjarni Einarsson, annar eigenda Ölvisholts brugghúss, segir að um það bil helmingur af framleiðslunni sé fluttur út. Eigendur Ölvisholts brugghúss framleiða 300 þúsund lítra af bjór á ári í gömlu fjárhúsi og hlöðu í Ölvisholti í Árnessýslunni. „Það var búskapur þarna, en við breyttum húsnæðinu og settum upp framleiðslu," segir Bjarni Einarsson, annar eigenda brugghússins. Bjarni hafði getið sér gott orðspor sem eggjaframleiðandi og nautgriparæktandi þegar að hann ákvað fara út í bjórframleiðslu fyrir fáeinum misserum. Hann segir að hugmyndin hafi komið frá Jóni Elíasi meðeiganda sínum. Þeir hafi síðan ráðist í miklar framkvæmdir á húsnæðinu og verið komnir á markað á bjórdaginn, þann 1. mars 2008. Bjarni segir að Ölvisholt selji rúmlega 50% af framleiðslunni á innanlandsmarkaði enn sem komið er. „En það stefnir hraðbyr í að við séum að flytja það mikið út að það verði meirihlutinn af okkar framleiðslu," segir Bjarni. Hann segir að bjórinn hafi hingað til verið seldur til Danmerkur og Svíþjóðar en vonandi muni Færeyjar og Kanada bætast við. „Þetta er eina bruggverksmiðjan hér á landi sem er að framleiða sælkerabjór, sem er fyrst og fremst ætlaður með mat," segir Bjarni. Hann segir að fyrirtækið sé að setja á markað Freyju sem verði fyrsti íslenski hveitibjórinn. Þá sé fyrirtækið komið með vörulínu með fjórum vörumerkjum Freyju, Skjálfta, Móra og Lava. Framleiðslan sé þá alveg farin úr léttum bjór og yfir í bragðmeiri tegundir. „Við erum að sinna okkar markaði hérna heima og erum að vinna mjög náið með matreiðslumeisturum og neytendum í að þróa þessa vöru þannig að hún nái bólfestu sem fyrsta flokks íslensk vara," segir Bjarni. Þá sé unnið að markaðsstarfi erlendis jöfnum höndum. Ölvisholt sér ekki um dreifingu á bjórnum heldur sömdu þeir við K Karlsson um alla sölu og markaðssetningu. Eigendum Ölvisholts hefur verið boðið á hátíð fyrir dökka bjóra sem haldin verður í Gautaborg í október. Þar verður Lava, sem er eitt af vörumerkjum Ölvisholts, í aðalhlutverki. Mest lesið „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
Eigendur Ölvisholts brugghúss framleiða 300 þúsund lítra af bjór á ári í gömlu fjárhúsi og hlöðu í Ölvisholti í Árnessýslunni. „Það var búskapur þarna, en við breyttum húsnæðinu og settum upp framleiðslu," segir Bjarni Einarsson, annar eigenda brugghússins. Bjarni hafði getið sér gott orðspor sem eggjaframleiðandi og nautgriparæktandi þegar að hann ákvað fara út í bjórframleiðslu fyrir fáeinum misserum. Hann segir að hugmyndin hafi komið frá Jóni Elíasi meðeiganda sínum. Þeir hafi síðan ráðist í miklar framkvæmdir á húsnæðinu og verið komnir á markað á bjórdaginn, þann 1. mars 2008. Bjarni segir að Ölvisholt selji rúmlega 50% af framleiðslunni á innanlandsmarkaði enn sem komið er. „En það stefnir hraðbyr í að við séum að flytja það mikið út að það verði meirihlutinn af okkar framleiðslu," segir Bjarni. Hann segir að bjórinn hafi hingað til verið seldur til Danmerkur og Svíþjóðar en vonandi muni Færeyjar og Kanada bætast við. „Þetta er eina bruggverksmiðjan hér á landi sem er að framleiða sælkerabjór, sem er fyrst og fremst ætlaður með mat," segir Bjarni. Hann segir að fyrirtækið sé að setja á markað Freyju sem verði fyrsti íslenski hveitibjórinn. Þá sé fyrirtækið komið með vörulínu með fjórum vörumerkjum Freyju, Skjálfta, Móra og Lava. Framleiðslan sé þá alveg farin úr léttum bjór og yfir í bragðmeiri tegundir. „Við erum að sinna okkar markaði hérna heima og erum að vinna mjög náið með matreiðslumeisturum og neytendum í að þróa þessa vöru þannig að hún nái bólfestu sem fyrsta flokks íslensk vara," segir Bjarni. Þá sé unnið að markaðsstarfi erlendis jöfnum höndum. Ölvisholt sér ekki um dreifingu á bjórnum heldur sömdu þeir við K Karlsson um alla sölu og markaðssetningu. Eigendum Ölvisholts hefur verið boðið á hátíð fyrir dökka bjóra sem haldin verður í Gautaborg í október. Þar verður Lava, sem er eitt af vörumerkjum Ölvisholts, í aðalhlutverki.
Mest lesið „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira