Innlent

Lögreglan leitar að „útlendingslegum“ þjófum

Mennirnir eru þrír og taldir vera um þrítugt.
Mennirnir eru þrír og taldir vera um þrítugt.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar þriggja manna sem reynt hafa að brjótast inn í hraðbanka og verslanir undanfarna daga. Í tilkynningu frá lögreglu segir að þeir séu líklega um þrítugt og að þeir séu „útlendingslegir" á að líta, eins og það er orðað.

Meðfylgjandi myndir hafa náðst af þeim úr eftirlitsmyndavélum en taskan er eins og sú sem notuð var á vettvangi.

Þjófarnir notuðu tösku eins og þessa í ránunum.
Þeir sem telja sig þekkja mennina eða búa yfir upplýsingum um málið eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444 1100.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×