Darling rangtúlkaði orð Árna segir bresk þingnefnd 4. apríl 2009 08:00 „Útskrift af samtali fjármálaráðherrans við íslenska fjármálaráðherrann staðfestir ekki að íslenska ríkisstjórnin hafi haldið því fram að hún myndi ekki virða skuldbindingar sínar," segir í skýrslu nefndar breska þingsins sem rannsakar meðal annars fall íslensku bankanna og áhrif þess á breskt efnahagslíf. Skýrslan var gerð opinber klukkan ellefu í gærkvöldi. Hún er sú fyrsta af nokkrum sem munu fjalla um fall íslensku bankanna í Bretlandi. Hér er vitnað til samtals sem Árna Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, átti við starfsbróður sinn Alistair Darling snemma dags 7. október síðastliðinn; daginn eftir að neyðarlög voru sett og bankarnir hrundu. Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að beiting hryðjuverkalaganna sé mjög gagnrýniverð aðgerð. Einnig að í raun sé engin löggjöf til sem geti tekið á viðlíka vanda og kom upp í október. „Við hvetjum fjármálaráðuneytið til að íhuga hversu viðeigandi beiting laganna væri við áþekkar aðstæður í framtíðinni," segir í skýrslunni. Kemur fram að önnur löggjöf, sem ekki er eins harkaleg, væri vænlegri. Eindregið er hvatt til að slík löggjöf verði sett hið fyrsta. Þá segir nefndin augljóst að beiting hryðjuverkalaganna hafi haft mikil áhrif á tilraunir íslenskra stjórnvalda til að verja íslenska bankakerfið falli. Um atburðarásina í október segir að aðgerðir Alistair Darling til að vernda hagsmuni breskra innistæðueigenda hafi haft mikil áhrif á getu Kaupþings til að halda velli. Hins vegar finnur nefndin þess engin merki að líkur séu til að Kaupþing hefði getað haldið áfram starfsemi; sem hefur verið grundvallarágreiningur á milli breskra og íslenskra stjórnvalda frá upphafi. Ummæli Darlings gerðu bresk stjórnvöld að virkum þátttakanda á markaði, sem er óheppilegt að mati nefndarmanna. Ekkert er minnst á þung orð Gordons Brown, forsætisráðherra Breta, í garð Íslands í stærstu fjölmiðlum landsins á þessum tíma sem ollu deilu ríkjanna frekar en nokkuð annað, sem er nokkuð athyglisvert í ljósi gagnrýni á Darling og bresk stjórnvöld almennt. Nefndarmenn lýsa furðu sinni á því að látlaus umfjöllun fjölmiðla um íslenska banka fyrir bankahrunið hafi ekki orðið til þess að ráðgjafar fjármálafyrirtækja gerðu skjólstæðingum sínum grein fyrir aukinni áhættu í viðskiptum við þá. - shá Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira
„Útskrift af samtali fjármálaráðherrans við íslenska fjármálaráðherrann staðfestir ekki að íslenska ríkisstjórnin hafi haldið því fram að hún myndi ekki virða skuldbindingar sínar," segir í skýrslu nefndar breska þingsins sem rannsakar meðal annars fall íslensku bankanna og áhrif þess á breskt efnahagslíf. Skýrslan var gerð opinber klukkan ellefu í gærkvöldi. Hún er sú fyrsta af nokkrum sem munu fjalla um fall íslensku bankanna í Bretlandi. Hér er vitnað til samtals sem Árna Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, átti við starfsbróður sinn Alistair Darling snemma dags 7. október síðastliðinn; daginn eftir að neyðarlög voru sett og bankarnir hrundu. Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að beiting hryðjuverkalaganna sé mjög gagnrýniverð aðgerð. Einnig að í raun sé engin löggjöf til sem geti tekið á viðlíka vanda og kom upp í október. „Við hvetjum fjármálaráðuneytið til að íhuga hversu viðeigandi beiting laganna væri við áþekkar aðstæður í framtíðinni," segir í skýrslunni. Kemur fram að önnur löggjöf, sem ekki er eins harkaleg, væri vænlegri. Eindregið er hvatt til að slík löggjöf verði sett hið fyrsta. Þá segir nefndin augljóst að beiting hryðjuverkalaganna hafi haft mikil áhrif á tilraunir íslenskra stjórnvalda til að verja íslenska bankakerfið falli. Um atburðarásina í október segir að aðgerðir Alistair Darling til að vernda hagsmuni breskra innistæðueigenda hafi haft mikil áhrif á getu Kaupþings til að halda velli. Hins vegar finnur nefndin þess engin merki að líkur séu til að Kaupþing hefði getað haldið áfram starfsemi; sem hefur verið grundvallarágreiningur á milli breskra og íslenskra stjórnvalda frá upphafi. Ummæli Darlings gerðu bresk stjórnvöld að virkum þátttakanda á markaði, sem er óheppilegt að mati nefndarmanna. Ekkert er minnst á þung orð Gordons Brown, forsætisráðherra Breta, í garð Íslands í stærstu fjölmiðlum landsins á þessum tíma sem ollu deilu ríkjanna frekar en nokkuð annað, sem er nokkuð athyglisvert í ljósi gagnrýni á Darling og bresk stjórnvöld almennt. Nefndarmenn lýsa furðu sinni á því að látlaus umfjöllun fjölmiðla um íslenska banka fyrir bankahrunið hafi ekki orðið til þess að ráðgjafar fjármálafyrirtækja gerðu skjólstæðingum sínum grein fyrir aukinni áhættu í viðskiptum við þá. - shá
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira