Innlent

Karpað um kostnað við stjórnlagaþing

Birgir Ármannsson þingmaður Sjálfstæðisflokks vakti athygli á fyrirhuguðum kostnaði við boðað stjórnlagaþing í liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Eins og greint var frá í gær telur fjármálaráðuneytið að stjórnlagaþing muni kosta frá 1,1 milljarði króna og allt að 2,2 milljörðum.

Birgir vildi vita hvort afstaða Samfylkingarinnar í málinu hefði verið önnur ef fyrir hefði legið hve mikill kostnaðurinn yrði áður en flokkurinn samþykkti hugmyndina. Einnig var hann spurður hvort Samfylkingunni þætti kostnaðurinn ásættanlegur. Lúðvík Bergvinsson þingflokksformaður sagði að því yrði að halda til haga að málið er til meðferðar í stjórnarskrárnefnd sem á enn eftir að afgreiða málið. Kostnaður við stjórnlagaþingið mun hinsvegar, að sögn Lúðvíks, helgast af því hvernig næsta þing muni útfæra málið.

Valgerður Sverrisdóttir sagði að sér kæmi ekki á óvart að sjálfstæðismenn skyldu taka málið upp í kjölfar kostnaðarmats fjármálaráðuneytis. Hún sagðist hafa merkt glampa í augum þingmanna sjálfstæðisflokksins þegar málið var kynnt í gær. Augljóst væri að þeir hafi litið á tölurnar sem gott vopn í baráttunni gegn hugmyndinni um stjórnlagaþing.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×