Greiða sér arð í stað þess að hækka laun starfsmanna 13. mars 2009 19:05 Stjórn HB Granda leggur til að hluthöfum verði greiddur arður, sem myndi duga til að greiða öllu fiskvinnslufólki félagsins launahækkun, sem tekin var af því um mánaðamótin, í átta ár. Stjórnarmenn í HB Granda eru einnig stærstu eigendur fyrirtækisins, sem skilaði ríflega tveggja milljarða hagnaði í fyrra. Þessi hækkun átti að koma ofan á mánaðalaun, sem geta orðið 154.500 krónur hjá sérhæfðum fiskvinnslustarfsamanni eftir sjö ára starf hjá sama atvinnurekanda. Launahækkunni var frestað til að koma til móts við atvinnurekendur í fjármálakreppunni. Hagnaður af starfssemi HB Granda var tæpir 2,3 milljarðar á síðasta ári og leggur stjórn félagsins til að hluthöfum verði greiddur út arður upp á 184 milljónir króna. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness segir ánægjulegt að fyrirtækinu gangi vel. Hann er hins vegar ósáttur við að ekki skuli vera hægt að semja um launahækkanir starfsmanna á sama tíma og samið er um arðgreiðslur fyrir hluthafa. Það eru um sex hundruð hluthafar í Granda, en örfáir aðilar eiga þar stærstan hlut, eða Vogun hf með 41 prósent, sem er aftur í eigu Árna Vilhjálmssonar stjórnarformanns HB Grands og Kristjáns Loftssonar stjórnarmanns í HB Granda. Annar stjórnarmaður er svo Ólafur Ólafsson en Kjalar hf, félag hans, á 33 prósent í HB Granda. Stjórnarmenn eru því að ákveða sjálfum sér arð. Vilhjálmur Birgirsson segir að fyrir arðgreiðsluna mætti greiða öllu fiskvinnslufólki HB Granda launahækkunina sem það fékk ekki í þessum mánuði eins og til stóð næstu átta árin. Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Stjórn HB Granda leggur til að hluthöfum verði greiddur arður, sem myndi duga til að greiða öllu fiskvinnslufólki félagsins launahækkun, sem tekin var af því um mánaðamótin, í átta ár. Stjórnarmenn í HB Granda eru einnig stærstu eigendur fyrirtækisins, sem skilaði ríflega tveggja milljarða hagnaði í fyrra. Þessi hækkun átti að koma ofan á mánaðalaun, sem geta orðið 154.500 krónur hjá sérhæfðum fiskvinnslustarfsamanni eftir sjö ára starf hjá sama atvinnurekanda. Launahækkunni var frestað til að koma til móts við atvinnurekendur í fjármálakreppunni. Hagnaður af starfssemi HB Granda var tæpir 2,3 milljarðar á síðasta ári og leggur stjórn félagsins til að hluthöfum verði greiddur út arður upp á 184 milljónir króna. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness segir ánægjulegt að fyrirtækinu gangi vel. Hann er hins vegar ósáttur við að ekki skuli vera hægt að semja um launahækkanir starfsmanna á sama tíma og samið er um arðgreiðslur fyrir hluthafa. Það eru um sex hundruð hluthafar í Granda, en örfáir aðilar eiga þar stærstan hlut, eða Vogun hf með 41 prósent, sem er aftur í eigu Árna Vilhjálmssonar stjórnarformanns HB Grands og Kristjáns Loftssonar stjórnarmanns í HB Granda. Annar stjórnarmaður er svo Ólafur Ólafsson en Kjalar hf, félag hans, á 33 prósent í HB Granda. Stjórnarmenn eru því að ákveða sjálfum sér arð. Vilhjálmur Birgirsson segir að fyrir arðgreiðsluna mætti greiða öllu fiskvinnslufólki HB Granda launahækkunina sem það fékk ekki í þessum mánuði eins og til stóð næstu átta árin.
Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira