Innlent

Útvarpsstjóri tók ekki við glæsilegum pallbíl

„Þetta er með ólíkindum, hann hljóp í felur," sagði Ástþór Magnússon sem ætlaði að gefa Páli Magnússyni, útvarpsstjóra RÚV, nýjan bíl klukkan tvö í dag.

Enginn veitti bílnum móttöku. Bifreiðina ætlaði Ástþór að gefa Páli fyrir hönd Lýðræðishreyfingarinnar en tilgangurinn var sá að vekja athygli á umdeildri bílaeign Páls. En Vísir fjallaði um málið fyrir nokkrum mánuðum.

Skemmst er frá því að segja að Páll Magnússon veitti bílnum ekki mótttöku, né nokkur annar hjá Ríkisútvarpinu. Bifreiðin sem Lýðræðishreyfingin hugðist gefa Páli var hin veglegasta; pallbíll af gerðinni Toyota.

„Þetta er slíkur skandall að það nær engri átt," sagði Ástþór og bætti við að hann teldi RÚV hunsa Lýðræðishreyfinguna með öllu.

Ástþór sagði málið allt áhyggjuefni og bætti við: „RÚV er að bregðast sínu lögboðna hlutverki."

Ástþór var vonsvikinn yfir að enginn skyldi hafa veitt bílnum móttöku en hann reyndi einnig að fá fréttastjóra RÚV, Óðinn Jónsson, til þess að taka við bílnum, allt þó án árangurs.

Ekki náðist í Pál Magnússon vegna málsins.








Tengdar fréttir

Ætlar að gefa útvarpsstjóra nýjan bíl

Lýðræðisshreyfingin, með Ástþór Magnússon í farabroddi, ætla að gefa Páli Magnússyni, útvarpstjóra RÚV, nýja bifreið klukkan tvö í dag. Gjöfin verður afhent við höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleyti. Ekki er ljóst hverskonar bifreið um er að ræða.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×