Innlent

HB Grandi greiðir út arð en hækkar ekki laun starfsfólks

Stjórnendur HB Granda, sem komust hjá því að greiða fiskverkafólki sínu umsamda launahækkun um síðustu mánaðamót, ætla hinsvegar að greiða sjálfum sér 184 milljónir króna af rösklega tveggja milljarða króna gróða af rekstri síðasta árs. Verkalýðsforingi segir þetta örgustu móðgun við verkafólkið.

Grunnlaun fiskverkafólksins áttu samkvæmt gildandi samningum að hækka um 13 þúsund og 500 krónur um síðustu mánaðamót, en forysta Samtaka atvinnulífsins samndi um það við forystu ASÍ, gegn mótmælum fimm aðildarfélaga ASÍ, að fresta gildistöku launahækkunarinnar um þrjá mánuði, eða þar til samningar yrðu endurskoðaðir í heild.

Meðal þeirra sem vöruðu við þessu var Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness. Í viðtali við fréttastofuna benti hann á að upphæðin, sem eigendur HB granda ætla nú að skipta með sér af gróðanum hefði nægt til að greiða 13.600 starfsmönnum umsamda launahækkun um mánaðamótin, en umþaðibil 140 manns vinna í landsvinnslu fyrirtækisins á Akranesi og í Reykjavík.

Vogun hf, sem er aðallega í eigu Árna Vilhjálmssonar stjórnarformanns og Kristjáns Loftssonar í Hval, er stærsti eigandinn með 41 prósent. Næst stærstur, með 33 prósenda eignarhlut, er Kjalar hf, aðallega í eigu Ólafs Ólafssonar , sem kenndur er við Samskip. Aðrir hluthafar eru mun minni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×