Innlent

Jeppa stolið og sennilega laumað úr landi

Þetta er ekki umrædd bifreið en tegundin þó sú sama.
Þetta er ekki umrædd bifreið en tegundin þó sú sama.

Flest bendir til þess að Grand Cherokee-jeppa hafi verið stolið nýverið og komið úr landi með bellibrögðum. Þegar átti að vitja hans á bílasölu í Reykjavík í gær kom í ljós að hann var horfinn.

Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að hann hafði verið umskráður hjá Umferðarstofu yfir á pólskan eigenda með fölsuðum skjölum 14. þessa mánaðar og síðan hefur ekkert til bílsins spurst. Leikur grunur á að honum hafi verið smyglað úr landi með ferjunni Norrænu og er nú verið að kanna það.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×