Flest bendir til þess að Grand Cherokee-jeppa hafi verið stolið nýverið og komið úr landi með bellibrögðum. Þegar átti að vitja hans á bílasölu í Reykjavík í gær kom í ljós að hann var horfinn.
Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að hann hafði verið umskráður hjá Umferðarstofu yfir á pólskan eigenda með fölsuðum skjölum 14. þessa mánaðar og síðan hefur ekkert til bílsins spurst. Leikur grunur á að honum hafi verið smyglað úr landi með ferjunni Norrænu og er nú verið að kanna það.