Þorsteinn Már Baldvinsson, útgerðarkóngur frá Akureyri, hefur keypt lúxusíbúð bankastjórans Ármanns Þorvaldssonar í Skuggahverfinu. Ekki liggur fyrir hvert kaupverðið er en ásett verð var um 70 milljónir króna eftir því sem Vísir kemst næst.
Íbúðin, sem er á tíundu hæð við Vatnsstíg, er 165 fermetrar að stærð. Innhússarkitektinn Rut Káradóttir hannaði innviði íbúðarinnar sem er hin glæsilegasta.
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóra Samherja en Ármann Þorvaldsson stýrði Singer & Friedlander bankanum í London þar til að bankarnir hrundu í byrjun október.