MIĐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ NÝJAST 23:58

Gćtu hafiđ ofsóknir á hendur blađamönnum og bloggurum

FRÉTTIR

Útskýrir milljónir međ skattsvikum og fölsuđum miđum

Innlent
kl 12:35, 23. febrúar 2009
Ţorsteinn Kragh
Ţorsteinn Kragh

Í morgun fór fram aðalmeðferð í máli Þorsteins Kragh og hollendingsins Jacob Van Hinte sem ákærðir eru fyrir fíkniefnainnflutning með Norrænu. Í húsbíl sem Jacob kom á hingað til lands fundust um 200 kg af kannabisefnum auk 1 ½ kg af kókaíni. Hollendingurinn bendlaði Þorstein við málið í upphafi en eftir að þeir hittust á Litla-Hrauni dró hann framburð sinn til baka og segir Þorstein ekkert hafa komið nálægt málinu. Fram kom að tæpar 80 milljónir voru inni á bankareikningum Þorsteins sem hann sagði tilkomnar vegna skota undan skatti og í tengslum við miða sem hann hafi falsað á tónleika sem hann hafi haldið í gegnum tíðina.

Framburður Hollendingsins hefur verið nokkuð mótsagnakenndur en í upphafi sagði hann við yfirheyrslur hjá lögreglu að Þorsteinn hefði komið að innflutningnum. Meðal annars hafi þeir hist á kaffihúsi í Amsterdam og Þorsteinn hafi skilið eftir húsbílinn í bílastæða húsi í Hollandi. Hann sagði Þorstein hafa gengið undir viðurnefninu Kimmi og benti m.a á mynd af Þorsteini í því sambandi hjá lögreglu.

Breyttur framburður

Þessu hefur hann hinsvegar nú breytt og sagði ástæðu þess að hann hafi ranglega bendlað Þorstein við málið hafi verið vegna þess að lögreglan hefði ekki trúað því sem væri rétt í þessu máli. Hann viðurkenndi að hafa flutt efnin til landsins en sagðist ekki hafa vitað af kókaíninu. Hann sagði tvo menn, Jim og Bill, hafa skipulagt smyglið en hann veit ekki frekari deili á þeim mönnum. Hann hafi hitt þá nokkrum sinnum fyrir smyglið og þeir hafi komið efnunum fyrir. Þess ber að geta að hollendingurinn hlaut dóm fyrir smygl á um 800 kg af kannabisefnum til Spánar árið 2005.

Þorsteinn hefur allan tímann neitað að hafa staðið í umræddum fíkniefnainnflutningi. Fyrir dómi í morgun var Þorsteinn mikið spurður út í símanúmer sem talið er að hann hafi notað í samskiptum sínum við hollendingin. Símanúmerið er ekki skráð og er svokallað frelsisnúmer. Þorsteinn neitaði allan tímann að hafa notað umrætt númer og sagðist ekki þekkja það.

Kunnuglegt PIN númer

Hinsvegar eru atriði sem virðast tengja Þorstein við umrætt númer. Í fyrsta lagi var sama PIN númer á því númeri og er á síma Þorsteins, 6969. Þorsteinn notar einnig þessa talnarunu í nafni sínu á SKYPE samskiptaforritinu, denni6969. Hann sagðist ekki hafa skýringar á þessu og þetta hlyti því að vera tilviljun.

Einnig er lögregla búin að láta rekja staðsetningar númersins og bera það saman við síma Þorsteins. Svo virðist sem símarnir hafi gjarnan verið á svipuðum stað og úr þeim hringt á svipuðum tíma. Þorsteinn var spurður hvort einhver sem væri gjarnan í kringum hann gæti átt umrætt númer. Hann sagðist oft vera í kringum ókunnugt fólk og nefndi í því sambandi að hann tæki gjanrana upp puttalinga á leið sinni til vinnu, en hann rekur gufubað á Laugarvatni.

Undarlegar peningaupphæðir

Líkt og fyrr segir var einnig vitnað í skýrslu sem unnin var um fjármál Þorsteins tvö ár aftur í tímann. Niðurstaða þeirrar skýrslu leiddi í ljós að inni á reikningum Þorsteins eða félögum tengdum honum voru tæpar 80 milljónir króna sem ekki var hægt að skýra út á eðlilegan hátt. Þorsteinn sagðist ekki geta staðfest að þessi tala væri rétt en sagði að svo gæti verið.

Lögmaður Þorsteins benti á að hjá lögreglu hefði Þorsteinn viðurkennt að hafa skotið undan skatti á þessum tíma og einnig falsað miða á tónleika sem hann hefur haldið. Þess ber að geta að Þorsteinn hefur verið nokkuð umsvifamikill í tónleikahöldum hér á landi og flutti meðal annars Placido Domingo hingað til lands. Einnig hefur hann verið í slagtogi með hestahvíslaranum heimsþekkta Monty Roberts.

Hlé var gert á réttarhaldinu í hádeginu en því verður haldið áfram í dag og á morgun.Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

FLEIRI FRÉTTIR Á VÍSI

Innlent 22. júl. 2014 23:44

Fastafulltrúi Íslands fordćmdi framgöngu beggja ađila

Gréta Gunn­ars­dótt­ir for­dćmdi í brot Ísra­ela og Palestínu­manna á alţjóđleg­um mannúđarlög­um á opn­um fundi Örygg­is­ráđs Sameinuđu ţjóđanna í kvöld Meira
Innlent 22. júl. 2014 23:27

Öll umferđ um Öskju bönnuđ í kjölfar skriđu

Öskjubarmurinn getur veriđ óstöđugur á köflum og meira af lausu efni gćti ţví falliđ í vatniđ. Meira
Innlent 22. júl. 2014 22:37

„Jafn eđlilegt og ađ binda Golden Retriver viđ ljósastaur“

Kanadískur pistlahöfundur er gáttađur á öllum börnunum sem skilin eru eftir fyrir utan kaffihús Reykjavíkur. Meira
Innlent 22. júl. 2014 19:24

Konum yfir fimmtugu mismunađ á vinnumarkađi

Eygló Harđardóttir félagsmálaráđherra hefur áhyggjur af stöđu mála og hyggur á lagabreytingar. Meira
Innlent 22. júl. 2014 18:31

Ungt hústökufólk olli skemmdum í Kópavogi

Hálf tylft unglinga gerđi sig heimakćra í íbúđ einni í bćjarfélaginu svo ađ á sá á innanstokksmunum. Meira
Innlent 22. júl. 2014 17:00

Fjölskylduhjálp auglýsir eftir plastpokum

Samtökin skortir poka undir matvćlagjafir sínar. Meira
Innlent 22. júl. 2014 16:33

Lögreglustjóri dró umsókn sína til baka

Alls bárust 24 umsóknir um embćtti forstjóra Samgöngustofu. Matsnefnd hefur skilađ tillögum til ráđherra. Meira
Innlent 22. júl. 2014 16:26

Sagan af húsunum í Viđey verđur sögđ

Magnús Sćdal mun í kvöld frćđa gesti Viđeyjar um endurbyggingu bćđi Viđeyjarstofu. Meira
Innlent 22. júl. 2014 16:21

Nýráđinn sveitarstjóri ekki úr hópi umsćkjenda

Minnihluti í stjórn Eyjafjarđarsveitar er ósáttur međ ađ hafa ekki veriđ međ í ráđum ţegar Karli Frímannssyni var bođin stađan. Meira
Innlent 22. júl. 2014 15:07

Kom ađ kúkandi ferđamanni fyrir utan Kirsuberjatréđ

"Hann stóđ bara upp og labbađi í burtu. Hann stoppađi svo og ţefađi af puttunum sínum og fór ţađan inn í Borgarbókasafn," segir verslunarstjórinn. Meira
Innlent 22. júl. 2014 14:41

Flísatöngin best gegn mítlinum

Ţórólfur Guđnason hjá Landlćkni, segir hvađ best sé ađ gera viđ biti frá skógarmítli. Meira
Innlent 22. júl. 2014 13:34

Flúđi lögreglumenn en hljóp inn í lögregluskóla

Roger Beasley Jr. var stöđvađur af lögreglu í Mississippi í Bandaríkjunum en flúđi af vettvangi, ţó komst hann ekki langt. Meira
Innlent 22. júl. 2014 13:30

Skorađ á stjórnvöld ađ slíta stjórnmálasambandi viđ Ísrael

Ţađ er löngu fullreynt ađ ţađ ţýđir ekkert ađ rćđa viđ Ísraelsmenn, segir Illugi Jökulsson rithöfundur. Meira
Innlent 22. júl. 2014 12:45

Skorađ á Sigmund Davíđ ađ gerast grćnmetisćta

Skorađ hefur veriđ á forsćtisráđherrann ađ gerast grćnmetisćta í ţrjá mánuđi. Meira
Innlent 22. júl. 2014 12:02

Formađur Vina Ísraels kennir Hamas um átökin

"Hvort sem er haldiđ međ einum eđa öđrum, ţađ ţarf ađ ljúka ţessu af,“ segir Ólafur Jóhannsson. Meira
Innlent 22. júl. 2014 12:00

Vilja veitingastađ viđ samrćktunarstöđ

Ragnheiđur Ţórarinsdóttir, framkvćmdastýra fyrirtćkisins Svinna, vinnur ađ ţví ásamt nokkrum líffrćđinemendum ađ koma á fót fyrirtćki sem mun reka samrćktunarstöđ ţar sem rćkta á grćnmeti, ávexti, kry... Meira
Innlent 22. júl. 2014 12:00

Slysum fćkkar samhliđa dýrara ökunámi

Kostnađur viđ ökunám hefur hćkkađ um tćp ţrjátíu prósent á áratug vegna breytinga á náminu. Meira
Innlent 22. júl. 2014 12:00

Ekkert leiđbeint um notkun stćđiskorta fyrir fatlađ fólk

Mćlst er til ţess ađ ríki innan EES gefi út upplýsingar um notkun svokallađra P-merkja til ađ tryggja ađgengi hreyfihamlađra. Ekki er hćgt ađ nálgast upplýsingar um kortin á Íslandi. Vont ástand, segi... Meira
Innlent 22. júl. 2014 12:00

Rauđi krossinn styrkir Gasa

Heilar 10 milljónir farnar til Rauđa hálfmánans í Palestínu. Meira
Innlent 22. júl. 2014 11:45

„Ţetta var öđruvísi bit en öll bit sem ég hef fengiđ“

Kristín Jóhanna Gunnarsdóttir sagđi frá ţví í Bítinu í morgun ţegar hún var bitin af skógarmítli í Borgarfirđi. Meira
Innlent 22. júl. 2014 11:38

Annar útifundur á morgun vegna ástandsins á Gaza

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri flytur erindi á útifundi félagsins Ísland-Palestína á Lćkjartorgi. Meira
Innlent 22. júl. 2014 11:00

Réttarkerfiđ óađgengilegt fyrir ţolendur kynferđisbrota

Skipuleggjendur Druslugöngunnar sendu bréf til ţingmanna í morgun ţar sem kallađ var eftir breytingum. Meira
Innlent 22. júl. 2014 10:25

Íslensk stjórnvöld gefa 12 milljónir til Gaza

Gunnar Bragi Sveinsson hefur ákveđiđ ađ styrkja stofnanir Sameinuđu ţjóđanna á átakasvćđinu Meira
Innlent 22. júl. 2014 10:00

Íslendingar frćddir um fornt fjörusnakk

Íslendingar hafa borđađ fjörugróđur frá ómunatíđ. Nú fara íslenskur líffrćđingur og japanskur sérfrćđingur um og kenna Íslendingum ađ höndla ţetta góss sem fornmennirnir borđuđu og gaf Agli Skallagrím... Meira
Innlent 22. júl. 2014 09:45

Ćtla ađ slá heimsmetiđ í pitsubakstri

Ađstandendur Fiskidagsins mikla á Dalvík hyggjast slá heimsmetiđ í pitsubakstri međ ţví ađ baka 80 til 100 fermetra saltfiskspitsu. Meira
 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Útskýrir milljónir međ skattsvikum og fölsuđum miđum
Fara efst