Innlent

Þóra Kristín hlaut Blaðamannaverðlaun ársins

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, hlaut blaðamannaverðlaun ársins.
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, hlaut blaðamannaverðlaun ársins.

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, blaðakona mbl.is, hlaut Blaðamannaverðlaun ársins en þau voru veitt við hátíðlega athöfn á Hótel Holti. Við tilnefningu Þóru Kristínar sagði dómnefndin að Þóra hefði flutt vandaðar fréttir á mbl.is þar sem hún nálgaðist frumleg málefni líðandi stundar og netmiðillinn var nýttur með nýjum hætti í íslenskri fjölmiðlun.

Síðan voru það þeir Ragnar Axelsson ljósmyndari, eða RAX eins og hann titlar sig iðullega og Önundur Páll Ragnarsson sem hlutu verðlaun fyrir umfjöllun ársins. Þar var sagt að þeir hefðu dregið fram öfluga samvinnu texta og myndað kosti og galla hvers virkjunarskosts fyrir sig. Að auki hafi málið verið sett í skipulagt samhengi, eins og segir í umsögn dómnefndar.

Það var síðan Sigurjón M. Egilsson, ritstjóri Mannlífs sem hlaut verðlaun fyrir bestu rannsóknarblaðamennskuna. Í umsögn dómnefndar var tilnefningin fyrir „vandaðar og ítarlegar greinar um íslenskt efnahagsástand í Mannlífi, þar sem mál voru krufin með ítarlegri hætti en títt er í íslenskum fjölmiðlum. Samhliða stýrði Sigurjón útvarsþætti á Bylgjunni, þar sem íslensk þjóðmál voru í brennidepli."

Síðan voru það þau Jóhann Hauksson á DV og Sigrún Davíðsdóttir á RÚV sem voru tilnefnd í flokknum Blaðamannaverðlaun ársins. Þá var Baldur Arnarson á Morgunblaðinu og Brjánn Jónasson á Fréttablaðinu tilnefndir fyrir umfjöllun ársins.

Atli Már Gylfason og Trausti Hafsteinsson á DV og Brynjólfur Þór Guðmundsson og Erla Hlynsdóttir, blaðamenn DV voru einnig tilnefnd í flokknum rannsóknarblaðamennska ársins

Það var Blaðamannafélag Íslands sem veitir verðlaunin.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×