Viðskipti innlent

Þrír Eimskipsforstjórar fengu 190 milljónir í árslaun

Milljón á dag kemur skapinu í lag hjá Baldri Guðnasyni.
Milljón á dag kemur skapinu í lag hjá Baldri Guðnasyni.

Þótt Eimskip hafi tapað um 96 milljörðum á síðasta ári báru forstjórarnir þrír, sem stýrðu félaginu á árinu, ekki skarðan hlut frá borði. Baldur Guðnason fekk 75 milljónir, Stefán Ágúst Magnússon fékk 87 milljónir og Gylfi Sigfússon 28 milljónir í árslaun, samtals um 190 milljónir.

Baldur Guðnason var forstjóri Eimskips fyrstu 52 daga ársins og fékk 75 milljónir fyrir viðvikið. Það gerir rúmlega 1,4 milljón á dag.

Stefán Ágúst Magnússon tók við af Baldri og dugði í 88 daga. Fyrir það fékk hann 87 milljónir sem gerir tæplega eina milljón á dag.

Gylfi Sigfússon var forstjóri félagsins síðustu 225 daga ársins. Hann fékk rétt tæpar 28 milljónir í laun fyrir þann tíma sem gerir 124 þúsund krónur á dag.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×