Innlent

Skila ársreikningum fyrir 2007 síðar í mánuðinum

Andri Óttarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins.
Andri Óttarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins.

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa enn ekki skilað ársreikningum sínum fyrir árið 2007 til Ríkisendurskoðunar. Sjálfstæðisflokkurinn hyggst ganga frá sínum reikningum síðar í mánuðinum og senda til ríkisendurskoðanda.

,,Því miður hefur tekið sinn tíma fyrir hátt í 200 aðildarfélög flokksins að skila inn bókhaldi sínu. Þeirri vinnu er hinsvegar að ljúka og gerum við ráð fyrir að skila bókhaldi til Ríkisendurskoðunar seinna í þessum mánuði," segir Andri Óttarsson framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins.

Lög um fjármál stjórnmálaflokka og frambjóðendur tóku gildi 1. janúar 2007. Þau fela meðal annars í sér að stjórnmálaflokkum er skylt að skila ársreikningum sínum til ríkisendurskoðanda. Það hefur ekki verið gert áður og standa vonir standa til þess að þegar komin verður reynsla á ferlið muni reikningar flokkanna berast embættinu fyrr. Birtar verða opinberlega samandregnar upplýsingar úr reikningunum.

Andri segir aðspurður að vissulega þurfi stjórnmálaflokkarnir að fara á undan með góðu fordæmi þegar kemur að fjármálum þeirra. Jafnframt bendir Andri á að þetta sé í fyrsta sinn sem flokkarnir skila inn ársreikningum og hann vonast til þess að vinnan gangi hraðar fyrir sig næst.

Íslandshreyfingin skilaði fyrstur flokka ársreikningum sínum til ríkisendurskoðanda í júlí á seinasta ári. Því næst skiluðu Samfylkingin og Vinstri grænir sínum reikninum og nú síðast barst Ríkisendurskoðun ársreikningar Frjálslynda flokksins.

Ekki náðist í Sigfús Inga Sigfússon, framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins.










Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×