Innlent

Hlutfallslega hafa aldrei verið færri í Þjóðkirkjunni

Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands.
Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands. MYND/GVA

Í fyrsta sinn í sögunni eru sóknarbörn Þjóðkirkjunnar færri en áttatíu prósent allra landsmanna. Hagstofa Íslands hefur tekið saman upplýsingar um mannfjölda eftir trúfélögum og sóknum miðað við 1. desember 2008 og þar kemur fram að sóknarbörn í Þjóðkirkjunni eru 195.576 talsins.

Það er raunar fjölgun um 1.032 frá fyrra ári en hlutfallslega jafngildir það fækkun úr 80,1 prósenti í 78,6 prósent af öllum 16 ára og eldri. Ríkissjóður skilar sóknargjaldi til þjóðkirkjusafnaða, skráðra trúfélaga og Háskólasjóðs ár hvert fyrir hvern einstakling sem náð hefur 16 ára aldri en athuga skal að nýfædd börn teljast til trúfélags móður.

Hagstofan segir að þessa hlutfallslegu fækkun megi að nokkru leyti skýra með miklum aðflutningi erlendra ríkisborgara á árinu 2008 en þeir flokkast við komuna til landsins með óskráðum trúfélögum nema þeir skrái sig sérstaklega í trúfélög.

„Í óskráðum og ótilgreindum trúfélögum teljast nú 19.323 miðað við 16.713 í fyrra. Það er aukning um rúmlega 2.600 einstaklinga eða tæplega 0,8% af heildarmannfjölda," segir á vef Hagstofunnar. Þar kemur einnig fram að 4,7 prósent tilheyra fríkirkjusöfnuðum en 5,9 prósent öðrum trúfélögum.

Nánar má kynna sér málið á vef Hagstofunnar.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×