Innlent

Guðlaugur biðst afsökunar á bankahruninu

Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra.

,,Ég er ekkert að þræta fyrir það og get alveg sagt eins og er að ég sá ekki þessa hluti fyrir. Mér þykir það bara mjög miður og biðst afsökunar á því," sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, aðspurður í Kastljósi fyrr í kvöld um hlut Sjálfstæðisflokksins í falli bankanna og þeim efnahagsþrengingum sem landsmenn ganga nú í gegnum.

,,Það liggur alveg fyrir að við gerðum ákveðin mistök þegar kemur að hruninu. Við skulum ekkert horfa fram hjá því," sagði Guðlaugur og bætti við ef mistökin væru alfarið Sjálfstæðisflokksins þá ætti það einnig við um allt það sem var vel gert á seinustu árum.

Guðlaugur sagði gott að skoða reynslu Norðurlandaþjóðanna sem gengið hafi í gegnum svipaða hluti og Íslendingar og vísaði í ræðu sem Göran Persson, fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar, hélt nýverið á fundi í Háskóla Íslands. ,,Það þýðir ekki að fresta því að horfast í augu við vandann, menn þurfa að takast á við hann. Ef menn gera það rétt geta þeir unnið sig hratt úr vandanum og staðið sterkari eftir."

 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×