Bæjarstjóri hvetur fólk til að hætta að borga 11. janúar 2009 16:40 „Sum okkar munu væntanlega láta hirða af okkur fínu bílana okkar sem við fengum á hagstæðu myntkörfulánunum sem allir vildu lána okkur. Einhverjir tapa húsunum sínum og sum okkar fara jafnvel á hausinn. En það drepur okkur ekki! Þetta eru bara einfaldlega veraldlegir hlutir sem við getum alveg sætt okkur við að missa. Í öllum bænum, ekki fara að eyðileggja líf ykkar á því, að fara að reyna að borga þetta allt saman. Sumt af þessu verður aldrei hægt að borga og því fyrr sem maður áttar sig á því, þeim mun betra. Það voru ekki við sem komum Íslandi á hausinn," Svo hljóðar hluti af áramótaræðu Ólafs H. Sigurðssonar bæjarstjóra Seyðisfjarðar og oddvita sjálfstæðismanna þar. Hann hvatti í ræðunni til þess að fólk hætti frekar að borga af lánum sínum en að rembast við að borga af lánum sem það geti aldrei greitt upp. „Að brasa við það að eyða jafnvel einhverjum áratugum í það að borga af einhverju sem þeir geta í raun ekki borgað af. Af hverju eiga menn að setja sig í þá stöðu þegar það er ekki þeim sjálfum að kenna?," sagði Ólafur í samtali við Fréttastofu. Hann segir stjórnvöld algerlega hafa brugðist og gagnrýnir þau harðlega fyrir að gera ekki nóg til að hjálpa skuldurum. Allar aðgerðir gangi út á að lengja í snörunni. „Hér er allt gert til að gulltryggja þá sem lána pening, áttu pening og eiga pening. Það gleymist allt þetta fólk sem hefur tekið lán í góðri trú. Verið tilbúið til að borga hæstu vexti sem sjást í heiminum, og hafa verið í skilum fram að þessu kjaftæði. Það á allt í einu að gleyma þessu fólki og setja það út á guð og gaddinn." Ólafur þekkir það af eigin raun að eiga erfitt með að greiða af skuldum. Hann byggði hús á Neskaupsstað skömmu eftir að verðtrygging lána var tekin upp. Hann tók lán fyrir litlum hluta hússins, og byggði það sjálfur. Verðbólgan fór af stað og næstu ár barðist Ólafur við að halda húsinu. Þegar hann seldi það og flutti á Seyðisfjörð árið 1998, fjórtán árum eftir að hann byggði húsið, vantaði eina og hálfa milljón upp á það sem hann fékk fyrir íbúðina að hann gæti borgað lánin. „Þarna eyddi ég að mínu mati mínum bestu árum í tómt rugl, vinnandi allan sólarhringinn," segir Ólafur, sem myndi ekki gera það sama nú. Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira
„Sum okkar munu væntanlega láta hirða af okkur fínu bílana okkar sem við fengum á hagstæðu myntkörfulánunum sem allir vildu lána okkur. Einhverjir tapa húsunum sínum og sum okkar fara jafnvel á hausinn. En það drepur okkur ekki! Þetta eru bara einfaldlega veraldlegir hlutir sem við getum alveg sætt okkur við að missa. Í öllum bænum, ekki fara að eyðileggja líf ykkar á því, að fara að reyna að borga þetta allt saman. Sumt af þessu verður aldrei hægt að borga og því fyrr sem maður áttar sig á því, þeim mun betra. Það voru ekki við sem komum Íslandi á hausinn," Svo hljóðar hluti af áramótaræðu Ólafs H. Sigurðssonar bæjarstjóra Seyðisfjarðar og oddvita sjálfstæðismanna þar. Hann hvatti í ræðunni til þess að fólk hætti frekar að borga af lánum sínum en að rembast við að borga af lánum sem það geti aldrei greitt upp. „Að brasa við það að eyða jafnvel einhverjum áratugum í það að borga af einhverju sem þeir geta í raun ekki borgað af. Af hverju eiga menn að setja sig í þá stöðu þegar það er ekki þeim sjálfum að kenna?," sagði Ólafur í samtali við Fréttastofu. Hann segir stjórnvöld algerlega hafa brugðist og gagnrýnir þau harðlega fyrir að gera ekki nóg til að hjálpa skuldurum. Allar aðgerðir gangi út á að lengja í snörunni. „Hér er allt gert til að gulltryggja þá sem lána pening, áttu pening og eiga pening. Það gleymist allt þetta fólk sem hefur tekið lán í góðri trú. Verið tilbúið til að borga hæstu vexti sem sjást í heiminum, og hafa verið í skilum fram að þessu kjaftæði. Það á allt í einu að gleyma þessu fólki og setja það út á guð og gaddinn." Ólafur þekkir það af eigin raun að eiga erfitt með að greiða af skuldum. Hann byggði hús á Neskaupsstað skömmu eftir að verðtrygging lána var tekin upp. Hann tók lán fyrir litlum hluta hússins, og byggði það sjálfur. Verðbólgan fór af stað og næstu ár barðist Ólafur við að halda húsinu. Þegar hann seldi það og flutti á Seyðisfjörð árið 1998, fjórtán árum eftir að hann byggði húsið, vantaði eina og hálfa milljón upp á það sem hann fékk fyrir íbúðina að hann gæti borgað lánin. „Þarna eyddi ég að mínu mati mínum bestu árum í tómt rugl, vinnandi allan sólarhringinn," segir Ólafur, sem myndi ekki gera það sama nú.
Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira