Erlent

Hafstraumurinn La Nina lækkar hitastig heimsins

Hitastig í heiminum verður lægra í ár en það var í fyrra sökum áhrifa frá hafstrauminum La Nina í Kyrrahafinu.

La Nina er annar öflugasti hafstraumurinn í Kyrrhafinu, hinn er El Nino. Þessir hafstraumar eru það sterkir að þeir hafa áhrif á veðurfar um allan heim. Þegar La Nina er sterkur kólnar veðurfar jarðar, þegar El Nino er sterkur hitnar veðurfarið aftur á móti. Veðurfræðingar segja að La Nina verði sterkari í ár og að áhrifa hans muni gæta töluvert fram á sumarið.

Áhrifa frá La Nina er þegar farið að gæta víða um Kyrrahafið. Þannig er þessi hafstraumur talinn orsök þess að miklar rigningar herja nú á Ástralíubúa og hinir miklu vetrarkuldar í Kína fyrr í ár eru taldir tilkomnir vegna áhrifa frá La Nina.

Í umfjöllun um þetta mál á BBC segir að sökum áhrifa frá La Nina hafi meðalhitastig jarðar ekki aukist frá árinu 1998 en það var síðasta árið þar sem El Nino var allsráðandi á Kyrrahafinu. Nú gæti þetta verið að breytast á ný, áhrif El Nino færu vaxandi eftir árið í ár og spár gera ráð fyrir að hitametið fyrir jörðina verði slegið innan næstu fimm ára.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×