Ráðuneytið segir Gunnstein vanhæfan 18. mars 2008 11:58 Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðismanna og skólastjóri í Lindaskóla. Samgönguráðuneytið hefur úrskurðað fyrrverandi formann Íþrótta - og tómstundaráðs í Kópavogi, Gunnstein Sigurðsson, vanhæfan til að fjalla um ráðningu í stöðu verkefnisstjóra æskulýðs- og tómstundarmála í Kópavogi. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar kærðu ákvörðun ÍTK til ráðuneytisins á sínum tíma því þau töldu óeðlilegt að Gunnsteinn tæki þátt í ráðningaferlinu vegna tengsla sinna við einn umsækjandann. Viðkomandi umsækjandi hafði verið undirmaður Gunnsteins, sem er skólastjóri í Lindaskóla, til margra ára auk þess sem hann var meðmælandi hennar á umsókn um starfið og mælti hann með henni í starfið þegar ákvörðun var tekin um ráðningu. „Þetta er það sem við sögðum allan tímann," segir Guðríður Arnardóttir oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi en hún kærði ráðninguna ásamt Hafsteini Karlssyni flokksbróður sínum. „Ráðuneytið fellst á rök okkar þess efnis að það hafi verið óeðlilegt að hann tæki afstöðu til umsóknarinnar." Ráðuneytið tók ekki afstöðu til þess hvort ráðningin sjálf hafi verið ólögmæt eða hvort hæfasti umsækjandinn hefði verið ráðinn. „Ég vil ítreka að ég ber fullt traust til þessarar konu sem var ráðin í starfið, þetta snýst ekki um hana. Þetta snýst um að Gunnsteinn skuli ekki hafa séð sóma sinn í því að víkja sæti," segir Guðríður. Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi. Ráðningin var þó einnig umdeild á sínum tíma þar sem gengið var fram hjá umsækjanda með meiri menntun og reynslu í þessum tiltekna málaflokki. Í umsögn ráðuneytisins segir meðal annars að Gunnsteinn hafi verið vanhæfur til að taka þátt í ráðningaferlinu með þeim hætti sem það fór fram, „þar sem hann var jafnframt meðmælandi eins umsækjanda og yfirmaður hennar. Honum var því óheimilt að taka þátt í afgreiðslu málsins með tillögu um ráðningu til bæjarstjórnar." Ráðuneytið fellst því á körfu kærenda um vanhæfi formannsins vegna ráðningarinnar en telur ekki sýnt fram á að ráðninguna eigi að ógilda. „Þetta er fyrst og fremst sorgleg niðurstaða," segir Guðríður, „að kjörinn fulltrúi átti sig ekki á þessari stöðu sem þarna kom upp, sérstaklega í ljósi þess að við bentum honum á þetta í umsóknarferlinu en hann hlustaði ekki á það," segir Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi. Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Sjá meira
Samgönguráðuneytið hefur úrskurðað fyrrverandi formann Íþrótta - og tómstundaráðs í Kópavogi, Gunnstein Sigurðsson, vanhæfan til að fjalla um ráðningu í stöðu verkefnisstjóra æskulýðs- og tómstundarmála í Kópavogi. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar kærðu ákvörðun ÍTK til ráðuneytisins á sínum tíma því þau töldu óeðlilegt að Gunnsteinn tæki þátt í ráðningaferlinu vegna tengsla sinna við einn umsækjandann. Viðkomandi umsækjandi hafði verið undirmaður Gunnsteins, sem er skólastjóri í Lindaskóla, til margra ára auk þess sem hann var meðmælandi hennar á umsókn um starfið og mælti hann með henni í starfið þegar ákvörðun var tekin um ráðningu. „Þetta er það sem við sögðum allan tímann," segir Guðríður Arnardóttir oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi en hún kærði ráðninguna ásamt Hafsteini Karlssyni flokksbróður sínum. „Ráðuneytið fellst á rök okkar þess efnis að það hafi verið óeðlilegt að hann tæki afstöðu til umsóknarinnar." Ráðuneytið tók ekki afstöðu til þess hvort ráðningin sjálf hafi verið ólögmæt eða hvort hæfasti umsækjandinn hefði verið ráðinn. „Ég vil ítreka að ég ber fullt traust til þessarar konu sem var ráðin í starfið, þetta snýst ekki um hana. Þetta snýst um að Gunnsteinn skuli ekki hafa séð sóma sinn í því að víkja sæti," segir Guðríður. Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi. Ráðningin var þó einnig umdeild á sínum tíma þar sem gengið var fram hjá umsækjanda með meiri menntun og reynslu í þessum tiltekna málaflokki. Í umsögn ráðuneytisins segir meðal annars að Gunnsteinn hafi verið vanhæfur til að taka þátt í ráðningaferlinu með þeim hætti sem það fór fram, „þar sem hann var jafnframt meðmælandi eins umsækjanda og yfirmaður hennar. Honum var því óheimilt að taka þátt í afgreiðslu málsins með tillögu um ráðningu til bæjarstjórnar." Ráðuneytið fellst því á körfu kærenda um vanhæfi formannsins vegna ráðningarinnar en telur ekki sýnt fram á að ráðninguna eigi að ógilda. „Þetta er fyrst og fremst sorgleg niðurstaða," segir Guðríður, „að kjörinn fulltrúi átti sig ekki á þessari stöðu sem þarna kom upp, sérstaklega í ljósi þess að við bentum honum á þetta í umsóknarferlinu en hann hlustaði ekki á það," segir Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi.
Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Sjá meira