Ekki verið að rannsaka neitt, segir Davíð 18. nóvember 2008 12:14 Davíð Oddsson seðlabankastjóri segir Seðlabankann krefjast þess að opinber rannsókn með aðkomu erlendra sérfræðinga fari fram á aðdragana bankahrunsins. Nú sé ekki verið að rannsaka neitt og almenningur fái því ekki að vita hvað gerðist í raun og veru. Hann segir ríkisstjórn, Fjármálaeftirlit og bankana ekki hafa sinnt viðvörunum Seðlabankans. Davíð Oddsson seðlabankastjóri ávarpaði fund Viðskiptaráðs í morgun og óhætt er að segja að hann hafi skotið föstum skotum í allar áttir og haldið uppi beinskeyttum vörunum fyrir hlutverk Seðlabankans í aðdraganda bankahrunsins. Hann sagði október að öllu jöfnu ekki vera uppskerutíma en hann hafi verið það nú. „Og uppskeran var ömurleg, mygluð og úr sér gengin, en var þó að mestu eins og sáð hafði verið til. Þið takið eftir því að ég segi að uppskeran hafi að mestu verið eins og sáð var til, því jarðvegur og veðurskilyrði, sem sáðmaður ræður litlu um, voru að þessu sinni ekki til þess fallin að draga úr þeim skaða sem fyrirhyggjuleysi sáðmanna olli," sagði Davíð. Nú væri uppskeran í húsi og margir reiðir og skyldi engan undra. Davíð sagði fjármálaeftirlitið hafa verið tekið með lögum af Seðlabankanum árið 1998. Fjármálaeftirlitið hafi hins vegar haft víðtækar heimildir til að grípa inn í hjá bönkunum, en ekki gert það. Nú væri mikil eftirspurn eftir sökudólgum en framboð lítið þótt þeirra væri helst leitað í Seðlabankanum, sem ekki hefði þessar víðtæku heimildir. „Þeir sem kynda undir árásum á Seðlabankann eiga flestir að vita betur og hafa þeir því viljandi litið fram hjá þessum meginatriðum. Er það ljótur leikur, sem ekki hefði tekist ef skynsamleg skipan hefði komist á eignarhald fjölmiðla í þessu landi." Davíð sagði Seðlabankann ítrekað hafa varað bankana og stjórnvöld við yfirvofandi hættu í bankakerfinu, bæði á opinberum vettvangi sem og á fundum með formönnum stjórnarflokkanna, öðrum ráðherrum og forráðamönnum bankanna og Fjármálaeftirlitinu. Ríkisstjórninni hafi verið flutt ítarleg skýrsla bankans í febrúar, eftir að erlendir matsaðilar og forráðamenn erlendra banka hafi varað við hruninu. „Það þarf að rannsaka allt, er sagt núna og það þarf að velta við hverjum steini. En það er ekki verið að rannsaka neitt og það sem verra er, það er ekki verið að upplýsa almenning um eitt eða neitt. Seðlabankinn óskar eindregið eftir því að hlutur hans í aðdraganda bankahrunsins verði rannsakaður til fulls og það verði gert sem allra fyrst og fengnir til þess færustu erlendir sérfræðingar. Seðlabankinn kvíðir ekki þeirri rannsókn. Verði niðurstaðan hins vegar sú, að hann hafi brugðist, þarf engan bankastjóra að reka, a.m.k. ekki þann sem hér stendur, hann mun fara án nokkurrar tafar og án nokkurra eftirmála. Ég ítreka að Seðlabankanum finnst ekki aðeins æskilegt að þáttur hans verði rannsakaður, hann beinlínis krefst þess vegna þeirra ásakana sem uppi hafa verið hafðar, jafnvel af ábyrgum aðilum. Þá verður fróðlegt að sjá hvort margir aðrir aðilar hafi hreinni skjöld en Seðlabankinn í þeim efnum," sagði Davíð enn fremur. Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Fleiri fréttir „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Sjá meira
Davíð Oddsson seðlabankastjóri segir Seðlabankann krefjast þess að opinber rannsókn með aðkomu erlendra sérfræðinga fari fram á aðdragana bankahrunsins. Nú sé ekki verið að rannsaka neitt og almenningur fái því ekki að vita hvað gerðist í raun og veru. Hann segir ríkisstjórn, Fjármálaeftirlit og bankana ekki hafa sinnt viðvörunum Seðlabankans. Davíð Oddsson seðlabankastjóri ávarpaði fund Viðskiptaráðs í morgun og óhætt er að segja að hann hafi skotið föstum skotum í allar áttir og haldið uppi beinskeyttum vörunum fyrir hlutverk Seðlabankans í aðdraganda bankahrunsins. Hann sagði október að öllu jöfnu ekki vera uppskerutíma en hann hafi verið það nú. „Og uppskeran var ömurleg, mygluð og úr sér gengin, en var þó að mestu eins og sáð hafði verið til. Þið takið eftir því að ég segi að uppskeran hafi að mestu verið eins og sáð var til, því jarðvegur og veðurskilyrði, sem sáðmaður ræður litlu um, voru að þessu sinni ekki til þess fallin að draga úr þeim skaða sem fyrirhyggjuleysi sáðmanna olli," sagði Davíð. Nú væri uppskeran í húsi og margir reiðir og skyldi engan undra. Davíð sagði fjármálaeftirlitið hafa verið tekið með lögum af Seðlabankanum árið 1998. Fjármálaeftirlitið hafi hins vegar haft víðtækar heimildir til að grípa inn í hjá bönkunum, en ekki gert það. Nú væri mikil eftirspurn eftir sökudólgum en framboð lítið þótt þeirra væri helst leitað í Seðlabankanum, sem ekki hefði þessar víðtæku heimildir. „Þeir sem kynda undir árásum á Seðlabankann eiga flestir að vita betur og hafa þeir því viljandi litið fram hjá þessum meginatriðum. Er það ljótur leikur, sem ekki hefði tekist ef skynsamleg skipan hefði komist á eignarhald fjölmiðla í þessu landi." Davíð sagði Seðlabankann ítrekað hafa varað bankana og stjórnvöld við yfirvofandi hættu í bankakerfinu, bæði á opinberum vettvangi sem og á fundum með formönnum stjórnarflokkanna, öðrum ráðherrum og forráðamönnum bankanna og Fjármálaeftirlitinu. Ríkisstjórninni hafi verið flutt ítarleg skýrsla bankans í febrúar, eftir að erlendir matsaðilar og forráðamenn erlendra banka hafi varað við hruninu. „Það þarf að rannsaka allt, er sagt núna og það þarf að velta við hverjum steini. En það er ekki verið að rannsaka neitt og það sem verra er, það er ekki verið að upplýsa almenning um eitt eða neitt. Seðlabankinn óskar eindregið eftir því að hlutur hans í aðdraganda bankahrunsins verði rannsakaður til fulls og það verði gert sem allra fyrst og fengnir til þess færustu erlendir sérfræðingar. Seðlabankinn kvíðir ekki þeirri rannsókn. Verði niðurstaðan hins vegar sú, að hann hafi brugðist, þarf engan bankastjóra að reka, a.m.k. ekki þann sem hér stendur, hann mun fara án nokkurrar tafar og án nokkurra eftirmála. Ég ítreka að Seðlabankanum finnst ekki aðeins æskilegt að þáttur hans verði rannsakaður, hann beinlínis krefst þess vegna þeirra ásakana sem uppi hafa verið hafðar, jafnvel af ábyrgum aðilum. Þá verður fróðlegt að sjá hvort margir aðrir aðilar hafi hreinni skjöld en Seðlabankinn í þeim efnum," sagði Davíð enn fremur.
Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Fleiri fréttir „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Sjá meira