Ráðherra efast um eldflaugar í A-Evrópu 29. desember 2008 06:00 Forsætis- og utanríkisráðherra sátu fund Nató í Búkarest þar sem gagnsemi eldflaugavarnarkerfis Bandaríkjanna í Austur-Evrópu var viðurkennt. fréttablaðið/Björn þór Á fundi utanríkisráðherra Nató í Brussel í byrjun mánaðarins var samþykkt ályktun þar sem eldflaugavarnir voru sagðar hluti varnarvígbúnaðar bandalagsins. Viðurkennt er að „fyrirhugaðar gagneldflaugastöðvar Bandaríkjanna í Evrópu eru mikilvægt framlag til verndar bandalagsríkjunum“. Kannaðir séu leiðir til að „tengja getu þess kerfis við núverandi eldflaugavarnarkerfi Nató til að tryggja að það verði samþættur hluti þeirra kerfa sem í framtíðinni munu tryggja varnir Nató í heild“. Ekki náðist í utanríkisráðherra, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, vegna málsins, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Kristrún Heimisdóttir, aðstoðarmaður ráðherra, segir hins vegar að Ísland sé í hópi þeirra ríkja sem hafi lýst yfir efasemdum um málið. „Utanríkisráðherra hefur ekki stutt þetta mál og Ísland var í hópi þeirra ríkja sem lögðu áherslu á að þessir samningar fengu ekki stóran sess í yfirlýsingunni frá Brussel, en rétt er að halda til haga að utanríkisráðherra sótti þann fund ekki.“ Ingibjörg Sólrún sat þó fundinn í Búkarest í vor þar sem sams konar yfirlýsing var samþykkt og fulltrúi Íslands skrifaði undir yfirlýsinguna í Brussel. „Við höfum skipað okkur í lið með Norðmönnum, Þjóðverjum og fleiri þjóðum sem hafa lýst yfir efasemdum um þessi mál,“ segir Kristrún. Hún segir aðferðafræðina sem að baki eldflaugavörnunum býr ekki treysta sameiginlegt öryggi í Evrópu og víðar. „Utanríkisráðherra hefur aldrei skipað sér í flokk þeirra sem vilja magna, í orðum eða verki, kaldastríðsnálgun gagnvart Rússlandi.“ Þrír þingmenn Vinstri grænna hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um að Alþingi feli ríkisstjórninni að „leggjast eindregið gegn áformum Bandaríkjanna og eftir atvikum NATO um að koma upp eldflaugavarnarkerfi í Austur-Evrópu. Í tillögunni segir að uppsetning slíks eldflaugavarnarkerfis stuðli ekki að friðsamri sambúð þjóða. „Þvert á móti eru eldflaugavarnir líklegar til að stuðla að frekari vígbúnaði almennt, en einkum þó í þeim löndum sem þær beinast sérstaklega gegn, samanber vígbúnaðarkapphlaupið á seinni hluta 20. aldarinnar.“ Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Fleiri fréttir Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar Sjá meira
Á fundi utanríkisráðherra Nató í Brussel í byrjun mánaðarins var samþykkt ályktun þar sem eldflaugavarnir voru sagðar hluti varnarvígbúnaðar bandalagsins. Viðurkennt er að „fyrirhugaðar gagneldflaugastöðvar Bandaríkjanna í Evrópu eru mikilvægt framlag til verndar bandalagsríkjunum“. Kannaðir séu leiðir til að „tengja getu þess kerfis við núverandi eldflaugavarnarkerfi Nató til að tryggja að það verði samþættur hluti þeirra kerfa sem í framtíðinni munu tryggja varnir Nató í heild“. Ekki náðist í utanríkisráðherra, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, vegna málsins, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Kristrún Heimisdóttir, aðstoðarmaður ráðherra, segir hins vegar að Ísland sé í hópi þeirra ríkja sem hafi lýst yfir efasemdum um málið. „Utanríkisráðherra hefur ekki stutt þetta mál og Ísland var í hópi þeirra ríkja sem lögðu áherslu á að þessir samningar fengu ekki stóran sess í yfirlýsingunni frá Brussel, en rétt er að halda til haga að utanríkisráðherra sótti þann fund ekki.“ Ingibjörg Sólrún sat þó fundinn í Búkarest í vor þar sem sams konar yfirlýsing var samþykkt og fulltrúi Íslands skrifaði undir yfirlýsinguna í Brussel. „Við höfum skipað okkur í lið með Norðmönnum, Þjóðverjum og fleiri þjóðum sem hafa lýst yfir efasemdum um þessi mál,“ segir Kristrún. Hún segir aðferðafræðina sem að baki eldflaugavörnunum býr ekki treysta sameiginlegt öryggi í Evrópu og víðar. „Utanríkisráðherra hefur aldrei skipað sér í flokk þeirra sem vilja magna, í orðum eða verki, kaldastríðsnálgun gagnvart Rússlandi.“ Þrír þingmenn Vinstri grænna hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um að Alþingi feli ríkisstjórninni að „leggjast eindregið gegn áformum Bandaríkjanna og eftir atvikum NATO um að koma upp eldflaugavarnarkerfi í Austur-Evrópu. Í tillögunni segir að uppsetning slíks eldflaugavarnarkerfis stuðli ekki að friðsamri sambúð þjóða. „Þvert á móti eru eldflaugavarnir líklegar til að stuðla að frekari vígbúnaði almennt, en einkum þó í þeim löndum sem þær beinast sérstaklega gegn, samanber vígbúnaðarkapphlaupið á seinni hluta 20. aldarinnar.“
Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Fleiri fréttir Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar Sjá meira