Innlent

Sveltum svínið - mótmælt við Bónusverslanir í dag

Aðgerðahópurinn Sveltum svínið stendur fyrir mótmælum í Bónusverslunum í dag. Markmiðið er að fylla búðirnar á annasamasta degi ársins, af fólki sem ætlar bara að skoða. Mótmælendum var boðið að mæta til fundar við framkvæmdastjóra Bónuss í morgun en enginn mætti.

,,Eina leiðin til þess að auðmennirnir sem við héldum að væru að bæta hag heimilanna með lágu vöruverði, á meðan þeir voru í raun að undirbúa fjöldagjaldþrot meðal láglaunafólks, skilji að við erum ekki hrifin af því að láta hafa okkur að fíflum og hneppa okkur í fjötra fátæktar, er sú að skaða möguleika þeirra á gróða." etta eru skilaboð aðgerðarshópsins sem leggur til að fólk fjölmenni í Bónusverslanir, eitt eða í hópum, raði í körfur og skilji þær svo eftir í gangveginum.

Ef einhverjum finnst vara sem hann vill kaupa vera illa staðsett geti hann tekið að sér að laga uppröðunina og stafla vörum í miðju gangvegarins. Þá er lagt til að þeir sem eigi snarvitlaus börn taki þau með sér og missi stjórnar á þeim.

Guðmundur Marteinsson framkvæmdastjóri Bónuss, segist hafa boðið þeim sem fyrir mótmælunum standa til fundar við sig í morgun og fara yfir það sem hópurinn telji að standi upp á Bónus. Enginn úr aðgerðarhópnum sá sér þó fært að mæta til fundarins.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×