Innlent

Staðfestir að hann eigi hljóðritun af símtali við Þorgerði

Alf Skjeset, blaðamaður norska blaðsins Klassekampen, staðfesti í samtali við Fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis í morgun, að hann eigi hljóðritað samtal milli sín og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, þar sem meðal annars er rætt um framtíðarstefnu Íslendinga í peningamálum.

Hann þvertekur fyrir að hafa haft rangt eftir Þorgerði Katrínu eins og hún sjálf fullyrðir að hann hafi gert. „Einmitt núna vil ég sjá lausn í peningamálum. Og í dag sé ég enga lausn utan Evrópusambandsins," hefur Skjeseth beint eftir Þorgerði. Hann stendur fast á þeirri fullyrðingu sinni að þetta hafi Þorgerður sagt.

Í samtali við Vísi í gær, mánudag, sagðist Þorgerður aldrei hafa sagt í samtali við Skjeseth að Evrópusambandið væri eini möguleiki Íslendinga. Hún hafi hins vegar sagt að Íslendingar ættu að fara í aðildarviðræður.

Ítarlega verður fjallað um samtal Þorgerðar Katrínar og Skjeset í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×