Kompás í kvöld: Lögmaður hótar lögsókn 15. desember 2008 14:28 Vilhjálmur H. VIlhjálmsson. MYND/Valgarður Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður, hefur sent fréttaskýringaþættinum Kompási bréf fyrir hönd umbjóðanda síns Björgvins Þorsteinssonar. Í bréfinu segir, að verði auglýstur Kompásþáttur sem er á dagskrá í kvöld sýndur með óbreyttu sniði, sé Björgvini nauðugur einn sá kostur að höfða skaðabótamál á hendur 365 hf. Í þættinum sem er á dagskrá í kvöld eftir fréttir, verður sýnt frá fundi Björgvins og útsendara Kompáss sem hittu hann á kaffihúsi í Reykjavík á dögunum. Björgvin hafði auglýst eftir „viðskiptafélögum" eins og það er orðað í bréfi lögmannsins en í auglýsingunni óskaði hann eftir því að komast í samband við fólk sem væri illa statt fjárhagslega en þó ekki gjaldþrota. Fólkið átti að fá greitt fyrir að hlaða á sig skuldum og fara síðan í gjaldþrot. Útsendarar Kompáss hittu Björgvin á kaffihúsi þar sem hann útskýrði tilboðið fyrir þeim og var fundurinn tekinn upp án vitundar hans. Vilhjálmur segir í bréfi sínu að opinber birting á efninu sé brot á grundvallarmannréttindum Björgvins og vísar hann í stjórnarkránna og Mannréttindasáttmála Evrópu máli sínu til sönnunar. Birtingin sé skýrt brot á friðhelgi einkalífs og þeirri meginreglu að hver maður eigi rétt til þess að ákveða hvar og hvenær myndefni af honum er birt. Eftir fundinn á kaffihúsinu hitti Björgvin síðan Jóhannes Kr. Kristjánsson ritstjóra Kompáss og leggur Vilhjálmur einnig blátt bann við því að það efni verði notað í þættinum, þar sem Björgvin hafi verið fenginn í viðtalið á fölskum forsendum. Ritstjóri Kompáss hafi tjáð Björgvini að Kompás hefði fullan rétt á því að taka upp myndefni af honum til birtingar og „því væri það honum fyrir bestu að skýra frá sinni hlið málsins," segir í bréfinu. Þá segir, að ef af birtingunni verði, sé Björgvini nauðugur einn sá kostur að höfða skaðabótamál á hendur 365. „Af gefnu tilefni eru forsvarsmenn 365 og Kompáss enn og aftur minntir á að það er hlutverk fjölmiðla að segja fréttir en ekki búa þær til," segir að lokum í bréfinu en Vilhjálmur hefur einnig boðað málssókn á hendur Kompási fyrir að sýna frá samskiptum Benjamíns Þórs Þorgrímssonar og Ragnars Magnússonar, en þau viðskipti voru einnig tekin upp á band án vitundar Benjamíns. Að sögn Vilhjálms verður mál Benjamíns á hendur Kompási þingfest fimmtudaginn 18. desember næstkomandi. Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður, hefur sent fréttaskýringaþættinum Kompási bréf fyrir hönd umbjóðanda síns Björgvins Þorsteinssonar. Í bréfinu segir, að verði auglýstur Kompásþáttur sem er á dagskrá í kvöld sýndur með óbreyttu sniði, sé Björgvini nauðugur einn sá kostur að höfða skaðabótamál á hendur 365 hf. Í þættinum sem er á dagskrá í kvöld eftir fréttir, verður sýnt frá fundi Björgvins og útsendara Kompáss sem hittu hann á kaffihúsi í Reykjavík á dögunum. Björgvin hafði auglýst eftir „viðskiptafélögum" eins og það er orðað í bréfi lögmannsins en í auglýsingunni óskaði hann eftir því að komast í samband við fólk sem væri illa statt fjárhagslega en þó ekki gjaldþrota. Fólkið átti að fá greitt fyrir að hlaða á sig skuldum og fara síðan í gjaldþrot. Útsendarar Kompáss hittu Björgvin á kaffihúsi þar sem hann útskýrði tilboðið fyrir þeim og var fundurinn tekinn upp án vitundar hans. Vilhjálmur segir í bréfi sínu að opinber birting á efninu sé brot á grundvallarmannréttindum Björgvins og vísar hann í stjórnarkránna og Mannréttindasáttmála Evrópu máli sínu til sönnunar. Birtingin sé skýrt brot á friðhelgi einkalífs og þeirri meginreglu að hver maður eigi rétt til þess að ákveða hvar og hvenær myndefni af honum er birt. Eftir fundinn á kaffihúsinu hitti Björgvin síðan Jóhannes Kr. Kristjánsson ritstjóra Kompáss og leggur Vilhjálmur einnig blátt bann við því að það efni verði notað í þættinum, þar sem Björgvin hafi verið fenginn í viðtalið á fölskum forsendum. Ritstjóri Kompáss hafi tjáð Björgvini að Kompás hefði fullan rétt á því að taka upp myndefni af honum til birtingar og „því væri það honum fyrir bestu að skýra frá sinni hlið málsins," segir í bréfinu. Þá segir, að ef af birtingunni verði, sé Björgvini nauðugur einn sá kostur að höfða skaðabótamál á hendur 365. „Af gefnu tilefni eru forsvarsmenn 365 og Kompáss enn og aftur minntir á að það er hlutverk fjölmiðla að segja fréttir en ekki búa þær til," segir að lokum í bréfinu en Vilhjálmur hefur einnig boðað málssókn á hendur Kompási fyrir að sýna frá samskiptum Benjamíns Þórs Þorgrímssonar og Ragnars Magnússonar, en þau viðskipti voru einnig tekin upp á band án vitundar Benjamíns. Að sögn Vilhjálms verður mál Benjamíns á hendur Kompási þingfest fimmtudaginn 18. desember næstkomandi.
Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira