Kompás í kvöld: Lögmaður hótar lögsókn 15. desember 2008 14:28 Vilhjálmur H. VIlhjálmsson. MYND/Valgarður Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður, hefur sent fréttaskýringaþættinum Kompási bréf fyrir hönd umbjóðanda síns Björgvins Þorsteinssonar. Í bréfinu segir, að verði auglýstur Kompásþáttur sem er á dagskrá í kvöld sýndur með óbreyttu sniði, sé Björgvini nauðugur einn sá kostur að höfða skaðabótamál á hendur 365 hf. Í þættinum sem er á dagskrá í kvöld eftir fréttir, verður sýnt frá fundi Björgvins og útsendara Kompáss sem hittu hann á kaffihúsi í Reykjavík á dögunum. Björgvin hafði auglýst eftir „viðskiptafélögum" eins og það er orðað í bréfi lögmannsins en í auglýsingunni óskaði hann eftir því að komast í samband við fólk sem væri illa statt fjárhagslega en þó ekki gjaldþrota. Fólkið átti að fá greitt fyrir að hlaða á sig skuldum og fara síðan í gjaldþrot. Útsendarar Kompáss hittu Björgvin á kaffihúsi þar sem hann útskýrði tilboðið fyrir þeim og var fundurinn tekinn upp án vitundar hans. Vilhjálmur segir í bréfi sínu að opinber birting á efninu sé brot á grundvallarmannréttindum Björgvins og vísar hann í stjórnarkránna og Mannréttindasáttmála Evrópu máli sínu til sönnunar. Birtingin sé skýrt brot á friðhelgi einkalífs og þeirri meginreglu að hver maður eigi rétt til þess að ákveða hvar og hvenær myndefni af honum er birt. Eftir fundinn á kaffihúsinu hitti Björgvin síðan Jóhannes Kr. Kristjánsson ritstjóra Kompáss og leggur Vilhjálmur einnig blátt bann við því að það efni verði notað í þættinum, þar sem Björgvin hafi verið fenginn í viðtalið á fölskum forsendum. Ritstjóri Kompáss hafi tjáð Björgvini að Kompás hefði fullan rétt á því að taka upp myndefni af honum til birtingar og „því væri það honum fyrir bestu að skýra frá sinni hlið málsins," segir í bréfinu. Þá segir, að ef af birtingunni verði, sé Björgvini nauðugur einn sá kostur að höfða skaðabótamál á hendur 365. „Af gefnu tilefni eru forsvarsmenn 365 og Kompáss enn og aftur minntir á að það er hlutverk fjölmiðla að segja fréttir en ekki búa þær til," segir að lokum í bréfinu en Vilhjálmur hefur einnig boðað málssókn á hendur Kompási fyrir að sýna frá samskiptum Benjamíns Þórs Þorgrímssonar og Ragnars Magnússonar, en þau viðskipti voru einnig tekin upp á band án vitundar Benjamíns. Að sögn Vilhjálms verður mál Benjamíns á hendur Kompási þingfest fimmtudaginn 18. desember næstkomandi. Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Sjá meira
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður, hefur sent fréttaskýringaþættinum Kompási bréf fyrir hönd umbjóðanda síns Björgvins Þorsteinssonar. Í bréfinu segir, að verði auglýstur Kompásþáttur sem er á dagskrá í kvöld sýndur með óbreyttu sniði, sé Björgvini nauðugur einn sá kostur að höfða skaðabótamál á hendur 365 hf. Í þættinum sem er á dagskrá í kvöld eftir fréttir, verður sýnt frá fundi Björgvins og útsendara Kompáss sem hittu hann á kaffihúsi í Reykjavík á dögunum. Björgvin hafði auglýst eftir „viðskiptafélögum" eins og það er orðað í bréfi lögmannsins en í auglýsingunni óskaði hann eftir því að komast í samband við fólk sem væri illa statt fjárhagslega en þó ekki gjaldþrota. Fólkið átti að fá greitt fyrir að hlaða á sig skuldum og fara síðan í gjaldþrot. Útsendarar Kompáss hittu Björgvin á kaffihúsi þar sem hann útskýrði tilboðið fyrir þeim og var fundurinn tekinn upp án vitundar hans. Vilhjálmur segir í bréfi sínu að opinber birting á efninu sé brot á grundvallarmannréttindum Björgvins og vísar hann í stjórnarkránna og Mannréttindasáttmála Evrópu máli sínu til sönnunar. Birtingin sé skýrt brot á friðhelgi einkalífs og þeirri meginreglu að hver maður eigi rétt til þess að ákveða hvar og hvenær myndefni af honum er birt. Eftir fundinn á kaffihúsinu hitti Björgvin síðan Jóhannes Kr. Kristjánsson ritstjóra Kompáss og leggur Vilhjálmur einnig blátt bann við því að það efni verði notað í þættinum, þar sem Björgvin hafi verið fenginn í viðtalið á fölskum forsendum. Ritstjóri Kompáss hafi tjáð Björgvini að Kompás hefði fullan rétt á því að taka upp myndefni af honum til birtingar og „því væri það honum fyrir bestu að skýra frá sinni hlið málsins," segir í bréfinu. Þá segir, að ef af birtingunni verði, sé Björgvini nauðugur einn sá kostur að höfða skaðabótamál á hendur 365. „Af gefnu tilefni eru forsvarsmenn 365 og Kompáss enn og aftur minntir á að það er hlutverk fjölmiðla að segja fréttir en ekki búa þær til," segir að lokum í bréfinu en Vilhjálmur hefur einnig boðað málssókn á hendur Kompási fyrir að sýna frá samskiptum Benjamíns Þórs Þorgrímssonar og Ragnars Magnússonar, en þau viðskipti voru einnig tekin upp á band án vitundar Benjamíns. Að sögn Vilhjálms verður mál Benjamíns á hendur Kompási þingfest fimmtudaginn 18. desember næstkomandi.
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Sjá meira