Innlent

Vörubílstjórar óánægðir með vinnubrögð Lýsingar

Sturla Jónsson ræðir við forstjóra Lýsingar.
Sturla Jónsson ræðir við forstjóra Lýsingar. MYND/ANTON BRINK

Nokkrir Vörubílstjórar sitja nú á fundi með forstjóra Lýsingar en þeir eru óánægðir með aðferðir fyrirtækisins þegar kemur að því að meta verð á bíl eða vinnutæki sem menn eru að gefast upp á að borga af.

Sturla Jónsson vörubílstjóri segir augljóst að verið sé að búa til kostnað vegna viðgerða og annars sem sem sé í engu samræmi við raunverulegt ástand og verðgildi tækisins. Að sögn Sturlu verður uppítökuverðið því mun lægra fyrir Lýsingu sem síðan geti sent tækin úr landi og selt þau fyrir margfalt hærra verð.

Sturla sagði í samtali við Vísi að bílstjórarnir ætli nú að láta reyna á að fá að kaupa tæki á uppítökuverðinu.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×